Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 21:01 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira