Makaði blóði vinkonu sinnar á sig og þóttist vera dáin Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2022 13:45 Kona grætur við minnisvarða í Uvalde í Texas. AP/Dario Lopez-Mills Ellefu ára stúlka sem lifði fjöldamorðið í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas af makaði blóði úr vinkonu sinni á sig og þóttist vera dáin í tæpa klukkustund. Miah Cerrillo, sagði fréttakonu CNN frá upplifun sinni af ódæðinu og því hvernig árásarmaðurinn myrti kennara hennar og vini. Hinn átján ára gamli Salvador Ramos myrti nítján börn og tvo kennara, eftir að hafa sært ömmu sína. Það gerði hann á miðvikudaginn og var hann vopnaður hálfsjálfvirkum riffli sem hann hafði keypt löglega skömmu áður. Þar að auki bar hann mikið af skotfærum í þrjátíu skota magasínum. „Góða nótt“ Miah segir að þau hafi verið að horfa á teiknimynd þegar kennari hennar hafi fengið skilaboð um að byssumaður væri í skólanum. Þá hafi kennarinn ætlað að læsa hurðinni. Árásarmaðurinn hafi hins vegar staðið í hurðinni, sagt „góða nótt“ við kennarann og skotið hana til bana. Því næst skaut hann á Miuh og vini hennar. Miah sjálf fékk brot úr byssukúlum í öxlina og höfuðið, samkvæmt frétt CNN. Þá mun Ramos hafa farið inn í næstu kennslustofu, sem er samtengd þeirri sem Miah var í og haldið skothríðinni áfram. Miah sagðist hafa heyrt mikil öskur og mikla skothríð úr kennslustofunni. Eftir það hafi hún heyrt tónlist sem hún taldi árásarmanninn hafa sett í gang. Miah lýsti tónlistinni sem sorglegri. Hún og aðrir bekkjarfélagar hennar sem lifðu af náðu í síma kennara þeirra og hringdu á neyðarlínuna eftir aðstoð. Því næst mökuðu þau blóði á sig úr látnum vinum þeirra og þóttust sjálf vera dáin af ótta við að árásarmaðurinn kæmi aftur. Í viðtali við CNN brast Miah í grát og sagðist ekki skilja af hverju lögregluþjónar hefðu ekki komið þeim til aðstoðar. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd vegna ódæðisins í Uvalde. Hér að neðan má sjá fréttakonu CNN tala um viðtali sitt við Miuh og fjölskyldu hennar. 11-year-old Miah Cerrillo told me that to survive the shooting at Robb Elementary, she smeared her friend's blood all over her body and played dead. She had to lay there, with her teachers and friends dead next to her, for almost an hour.My full CNN exclusive reporting: pic.twitter.com/eXtUAQgvCz— Nora Neus (@noraneus) May 27, 2022 Eins og segir hér að ofan hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd eftir fjöldamorðið. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar keyrði Ramos pallbíl sem hann var á út í skurð við skólann klukkan 11:28 að staðartíma og skaut hann á tvær manneskjur sem voru þar nærri. Tólf mínútum síðar mun hann hafa verið kominn inn í skólann. Það var þó ekki fyrr en klukkan 12:58 sem það heyrðist í talstöðvum lögregluþjóna að hann hefði verið skotinn til bana af lögregluþjónum. Það að árásarmaðurinn hafi fengið að athafna sig og myrða börn í um níutíu mínútur hefur vakið fjölmargar spurningar og gífurlega reiði í Uvalde og víðar í Bandaríkjunum. Yfirvöld margsaga um atburðarrásina Yfirvöld í Uvalde og Texas, auk lögreglunnar, hafa verið margsaga um atburðarásina í skólanum og tímasetningar. Á blaðamannafundi í gær voru spurningar fjölmiðla um af hverju Ramos hefði ekki verið stöðvaður fyrr að mestu hunsaðar. Í fyrstu sagði lögreglan og aðrir að öryggisvörður hefði reynt að stöðva Ramos og særst í skotbardaga við hann, samkvæmt samantekt Washington Post. Nú er því hins vegar haldið fram að öryggisvörðurinn hafi ekki einu sinni verið á svæðinu. Enginn hafi reynt að stöðva Ramos. Þá voru lögregluþjónar sagðir hafa fylgt Ramos inn í skólann en nú eru lögregluþjónar ekki sagðir hafa mætt á vettvang fyrr en tólf mínútum eftir að hann keyrði út í skurð við skólann, um það leyti sem hann fór þar inn. Lögregluþjónarnir reyndu þó ekki að fara inn í skólann fyrr en fjórum mínútum seinna og hörfuðu þegar Ramos skaut á þá. Eins og áður hefur komið fram reyndu foreldrar og aðrir að fara inn í skólann en lögregluþjónar stöðvuðu þau. Þá reyndu vegfarendur að fá lögregluþjóna til að fara inn í skólann en það gerðu þeir ekki. Yfirmaður landamæravarða á svæðinu sagði í viðtali skömmu eftir árásina að þegar sérsveit landamæravarða mætti á vettvang hafi þeir strax farið inn í skólann og fellt árásarmanninn. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir þá þó hafa verið í vandræðum með að komast í gegnum hurðina að kennslustofunum þar sem Ramos var og hafi þurft að bíða eftir því að starfsmaður opnaði hana með lykli. Gæti tekið ár að fá svör Sérfræðingur sem AP ræddi við segir erfitt að ná utan um atvik sem þessi á nokkrum dögum. Það gæti tekið átta til tólf mánuði að fá svör við öllum þeim spurningum sem hafi vaknað eftir ódæðið. Fjölskyldur þeirra sem dóu í árásinni eru þó ólíkleg til að bíða svo lengi. Foreldrar barna sem dóu eru þegar farin að kalla eftir svörum um það af hverju svo langur tími leið þar til lögreglan reyndi að stöðva Ramos. Sérfræðingar hafa slegið á svipaða strengi en eftir aðrar sambærilegar árásir í Bandaríkjunum segja starfsreglur löggæsluembætta að áhersla eigi að leggja á að stöðva árásarmenn sem fyrst. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir eiginmann annars kennarans hafa látist úr sorg Joe Garcia, eiginmaður Irmu Garcia, annars kennarans sem lést í skotárásinni í Texas, er látinn úr hjartaáfalli. Fjölskyldumeðlimur segir hann hafa látist úr sorg. 26. maí 2022 21:41 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. 26. maí 2022 10:57 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hinn átján ára gamli Salvador Ramos myrti nítján börn og tvo kennara, eftir að hafa sært ömmu sína. Það gerði hann á miðvikudaginn og var hann vopnaður hálfsjálfvirkum riffli sem hann hafði keypt löglega skömmu áður. Þar að auki bar hann mikið af skotfærum í þrjátíu skota magasínum. „Góða nótt“ Miah segir að þau hafi verið að horfa á teiknimynd þegar kennari hennar hafi fengið skilaboð um að byssumaður væri í skólanum. Þá hafi kennarinn ætlað að læsa hurðinni. Árásarmaðurinn hafi hins vegar staðið í hurðinni, sagt „góða nótt“ við kennarann og skotið hana til bana. Því næst skaut hann á Miuh og vini hennar. Miah sjálf fékk brot úr byssukúlum í öxlina og höfuðið, samkvæmt frétt CNN. Þá mun Ramos hafa farið inn í næstu kennslustofu, sem er samtengd þeirri sem Miah var í og haldið skothríðinni áfram. Miah sagðist hafa heyrt mikil öskur og mikla skothríð úr kennslustofunni. Eftir það hafi hún heyrt tónlist sem hún taldi árásarmanninn hafa sett í gang. Miah lýsti tónlistinni sem sorglegri. Hún og aðrir bekkjarfélagar hennar sem lifðu af náðu í síma kennara þeirra og hringdu á neyðarlínuna eftir aðstoð. Því næst mökuðu þau blóði á sig úr látnum vinum þeirra og þóttust sjálf vera dáin af ótta við að árásarmaðurinn kæmi aftur. Í viðtali við CNN brast Miah í grát og sagðist ekki skilja af hverju lögregluþjónar hefðu ekki komið þeim til aðstoðar. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd vegna ódæðisins í Uvalde. Hér að neðan má sjá fréttakonu CNN tala um viðtali sitt við Miuh og fjölskyldu hennar. 11-year-old Miah Cerrillo told me that to survive the shooting at Robb Elementary, she smeared her friend's blood all over her body and played dead. She had to lay there, with her teachers and friends dead next to her, for almost an hour.My full CNN exclusive reporting: pic.twitter.com/eXtUAQgvCz— Nora Neus (@noraneus) May 27, 2022 Eins og segir hér að ofan hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd eftir fjöldamorðið. Samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar keyrði Ramos pallbíl sem hann var á út í skurð við skólann klukkan 11:28 að staðartíma og skaut hann á tvær manneskjur sem voru þar nærri. Tólf mínútum síðar mun hann hafa verið kominn inn í skólann. Það var þó ekki fyrr en klukkan 12:58 sem það heyrðist í talstöðvum lögregluþjóna að hann hefði verið skotinn til bana af lögregluþjónum. Það að árásarmaðurinn hafi fengið að athafna sig og myrða börn í um níutíu mínútur hefur vakið fjölmargar spurningar og gífurlega reiði í Uvalde og víðar í Bandaríkjunum. Yfirvöld margsaga um atburðarrásina Yfirvöld í Uvalde og Texas, auk lögreglunnar, hafa verið margsaga um atburðarásina í skólanum og tímasetningar. Á blaðamannafundi í gær voru spurningar fjölmiðla um af hverju Ramos hefði ekki verið stöðvaður fyrr að mestu hunsaðar. Í fyrstu sagði lögreglan og aðrir að öryggisvörður hefði reynt að stöðva Ramos og særst í skotbardaga við hann, samkvæmt samantekt Washington Post. Nú er því hins vegar haldið fram að öryggisvörðurinn hafi ekki einu sinni verið á svæðinu. Enginn hafi reynt að stöðva Ramos. Þá voru lögregluþjónar sagðir hafa fylgt Ramos inn í skólann en nú eru lögregluþjónar ekki sagðir hafa mætt á vettvang fyrr en tólf mínútum eftir að hann keyrði út í skurð við skólann, um það leyti sem hann fór þar inn. Lögregluþjónarnir reyndu þó ekki að fara inn í skólann fyrr en fjórum mínútum seinna og hörfuðu þegar Ramos skaut á þá. Eins og áður hefur komið fram reyndu foreldrar og aðrir að fara inn í skólann en lögregluþjónar stöðvuðu þau. Þá reyndu vegfarendur að fá lögregluþjóna til að fara inn í skólann en það gerðu þeir ekki. Yfirmaður landamæravarða á svæðinu sagði í viðtali skömmu eftir árásina að þegar sérsveit landamæravarða mætti á vettvang hafi þeir strax farið inn í skólann og fellt árásarmanninn. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir þá þó hafa verið í vandræðum með að komast í gegnum hurðina að kennslustofunum þar sem Ramos var og hafi þurft að bíða eftir því að starfsmaður opnaði hana með lykli. Gæti tekið ár að fá svör Sérfræðingur sem AP ræddi við segir erfitt að ná utan um atvik sem þessi á nokkrum dögum. Það gæti tekið átta til tólf mánuði að fá svör við öllum þeim spurningum sem hafi vaknað eftir ódæðið. Fjölskyldur þeirra sem dóu í árásinni eru þó ólíkleg til að bíða svo lengi. Foreldrar barna sem dóu eru þegar farin að kalla eftir svörum um það af hverju svo langur tími leið þar til lögreglan reyndi að stöðva Ramos. Sérfræðingar hafa slegið á svipaða strengi en eftir aðrar sambærilegar árásir í Bandaríkjunum segja starfsreglur löggæsluembætta að áhersla eigi að leggja á að stöðva árásarmenn sem fyrst.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir eiginmann annars kennarans hafa látist úr sorg Joe Garcia, eiginmaður Irmu Garcia, annars kennarans sem lést í skotárásinni í Texas, er látinn úr hjartaáfalli. Fjölskyldumeðlimur segir hann hafa látist úr sorg. 26. maí 2022 21:41 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. 26. maí 2022 10:57 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Segir eiginmann annars kennarans hafa látist úr sorg Joe Garcia, eiginmaður Irmu Garcia, annars kennarans sem lést í skotárásinni í Texas, er látinn úr hjartaáfalli. Fjölskyldumeðlimur segir hann hafa látist úr sorg. 26. maí 2022 21:41
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14
Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. 26. maí 2022 10:57
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent