Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 10:57 Nevaeh Bravo var ein þeirra nítján barna sem myrt voru í skotárás í Uvalde í Texas AP Photo/Jae C. Hong Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Rannsakendur málsins segja ekkert liggja fyrir um hvers vegna hinn átján ára gamli Salvador Ramos ákvað að fremja voðaverkið í smábænum Uvalde í Texas. Hann hafi hvorki verið á sakaskrá né glímt við andleg veikindi, að því er vitað sé. Áður en hann framdi árásina sendi hann þrenn skilaboð á Facebook. Fyrst um að hann ætlaði að skjóta ömmu sína, sem hann og gerði, og loks um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla. Að svo stöddu liggur ekki fyrir á hvern Ramos sendi skilaboðin. Aðgerðaleysi lögreglunnar harðlega gagnrýnt Lögreglan í Uvalde hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögð sín við árásinni, sem talin er hafa staðið yfir í allt að fjörutíu mínútur áður en Ramos var skotinn til bana. Lögreglulið var komið á vettvang örskömmu eftir að Ramos kom að skólanum en samt tókst honum að loka sig af inni í kennslustofu fyrir fjórða bekk. Þar inni myrti hann nítján börn, flest tíu ára að aldri, og tvo kennara. „Farið inn! Farið inn!“ öskruðu viðstaddir á lögregluliðið, að sögn Juans Carranza, sem ræddi við AP fréttaveituna eftir að hann varð vitni að árásinni. Þá segir Javier Cazares, íbúi Uvalde, að hann hafi drifið sig að skólanum um leið og hann heyrði af árásinni. Þegar þangað var komið hafi hann stungið upp á því við viðstadda að þeir réðust inn í skólann þar sem lögreglan virtist ekkert ætla að aðhafast. „Þeir hefðu geta gert meira. Þeir voru ekki undirbúnir,“ segir hann. Dóttir Cazares, Jacklyn, lést í árásinni. Myndband sem er í dreifingu á netinu sýnir hvernig lögreglumenn komu í veg fyrir að almennir borgarar réðust inn í skólann. This video make so much more sense now. The cops literally stopped parents from helping their kids. pic.twitter.com/zhQfUjlpjd https://t.co/DqgZUH3uCC— Matt Novak (@paleofuture) May 26, 2022 Afa árásarmannsins grunaði ekki neitt Sem áður segir liggur ekkert fyrir um ástæð Ramos fyrir árásinni. Fréttamenn náðu tali af afa hans, Rolando Reyes, fyrir utan heimili þeirra í Uvalde. „Ég vissi ekki neitt. Ég veit ekki neitt,“ sagði hann við fréttamann í miklu uppnámi. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Ramos ætti byssur, en hann hafði keypt tvo árásarriffla skömmu eftir átján ára afmæli sitt á dögunum. Hann sagði jafnframt að eiginkona hans og amma árásarmannsins, sem hann skaut, sé ekki í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira