Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 23:32 Beto O'Rourke, hér til vinstri, stal senunni á blaðamafundi ríkisstjóra Texas í dag. Rourke er keppinautur hans í komandi ríkisstjórakosningum í Texas. Jordan Vonderhaar/Getty Images Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57