Njarðvík vann nágrannaslaginn í Keflavík | FH ekki í vandræðum með Kára Atli Arason skrifar 25. maí 2022 22:00 Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, skoraði tvö mörk gegn sínum fyrri liðsfélögum í Keflavík í kvöld. Njarðvík Toppliðið í 2. deildinni, Njarðvík, gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína og Bestu-deildar lið Keflavíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 1-4 útisigri í Keflavík. Steven Lennon, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og lagði upp annað gegn Kára í 3-0 sigri Hafnfirðinga á sama tíma. Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Kenneth Hogg, leikmaður Njarðvíkur, kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu leiksins fyrir framan nánast fulla stúku í Keflavík þar sem 1.220 manns mættu á þennan nágrannaslag en leikurinn í kvöld var aðeins sá þriðji sem liðin leika gegn hvort öðru í bikarkeppni. Nágranna slagur í dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan í frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju Keflavíkurvallar til miðju Njarðvíkurvallar í beinni loftlínu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Íslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0— Árni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019 Heimamenn bættu í sóknarleik sinn eftir mark Njarðvíkur sem varð til þess þeir grænklæddu náðu skyndisókn á 38. mínútu og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Magnús Þórir Matthíasson, tvöfaldaði forskot Njarðvíkur með skoti við enda vítateigs. Fimm mínútum eftir mark Magnúsar fá Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu eftir að Marc McAusland, annar fyrrum leikmaður Keflavíkur, brýtur á Patrik Johannesen innan vítateigs. Patrik skorar af öryggi úr vítaspyrnunni og hálfleikstölur voru 1-2. Á 63. mínútu skoraði Magnús sitt annað mark fyrir Njarðvík í leiknum og kemur gestunum aftur tveimur mörkum yfir. Njarðvíkingar fullkomna svo niðurlæginguna á nágrönnum sínum þegar markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, Oumar Diouck, skoraði fjórða mark Njarðvíkinga á 94. mínútu leiksins og Njarðvík fer áfram í 16-liða úrslit. Steven Lennon lagði upp eitt og skoraði tvö gegn Kára.Vísir/Hulda Margrét FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með Kára frá Akranesi. FH lá í sókn nánast allan fyrri hálfleikinn en þó án þess að skora. Steven Lennon bætir þó úr því á 56. mínútu með mark eftir stoðsendingu Baldurs Loga Guðlaugssonar. Sóknarþungi FH hélt áfram en Kára menn sáu aldrei til sólar í þessum leik. Björn Daníel Sverrisson gerði annað mark FH eftir undirbúning frá Steven Lennon. Skotinn knái klárar svo leikinn á 93. mínútu og aftur eftir afar óeigingjarnan undirbúning Baldurs Loga. 3-0 sigur FH varð því staðreynd og Hafnfirðingar verða með Njarðvíkingum í pottinum fyrir 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Mjólkurbikar karla FH UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn