Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:31 Það var létt yfir fólki á fyrsta fundi um myndun meirihluta Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata í Reykjavík sem fór fram í stöðvarstjórahúsinu í Elliðaárdal í dag. Stöð 2/Sigurjón Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. Oddvitar Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata tilkynntu í gær að flokkarnir ætluðu að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta. En fyrsti reglulegi borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili verður hinn 7. júní næst komandi. Síðasti borgarráðsfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og nú bíða allir spenntir eftir því að sjá hvernig skipað verður í meiri- og minnihluta í borgarstjórn og borgarráði á næstu dögum. Hér má sjá myndræna framsetningu á þeim fjölda kjósenda sem flokkar í Reykjavík ýmist bættu við sig eða töpuðu frá kosningunum 2018.Vísir/Kristján Framsóknarflokkurinn fékk til sín flesta nýja kjósendur í kosningunum frá fyrri kosningum eða tæplega 9.400 og Píratar bættu við sig um 2.400 kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins vegar flestum eða tæplega 3.500 og Samfylkingin rétt um 3.100. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar er bjartsýnn á viðræðurnar framundan. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ segir Dagur B. Eggertsson. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar er einnig bjartsýn á gang viðræðnanna. „Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur.“ En fyrir fyrsta borgarstjórnarfundinn 7. júní? „Ég held að við verðum að vera komin með góðar línur þá. Vonum bara að þessar meirihlutaviðræður gangi vel,” segir Þórdís Lóa. Ekki farið að ræða borgarstjórastólinn Oddvitarnir fjórir komu síðan saman til fyrsta formlega fundarins í stöðvarstjórahúsinu í Elliðaárdal eftir hádegi. Einar Þorsteinssn oddviti Framsóknar segir fundinn aðallega hafa verið notaðan til að skipuleggja viðræðurnar. Leikskólamál og málefni barna hafi þó aðeins verið rædd. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins segir mikilvægt að skriður komist á meirihlutaviðræðurnar. Þær verði að kalla fram breytingar þótt allir verði að gefa eitthvað eftir í samningaviðræðum.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það sjái það allir að það er mikilvægt að koma viðræðum af stað. Það þarf að vera skriður á þessu. Við ætlum samt sem áður að taka okkur góðan tíma, þann tíma sem við þurfum. og þetta fer bara ágætlega af stað,“ segir Einar. Ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. „Í samningaviðræðum þurfa allir að gefa eitthvað eftir eins og þú veist og kjósendur vita. Aðalatriðið er að menn sjái með skýrum hætti að hér er verið að breyta stefnunni og byggja á því sem vel er gert,“ segir oddviti Framsóknarflokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata segir góða stemmingu í viðræðunum og er bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er það raunverulega. Ég held að það sé mikill málefnalegur samhljómur. Þannig að ég sé ekki að það ættu að koma upp slík mál sem þetta myndi stranda á.“ Hópurinn væri uppbyggilegur og lausnarmiðaður. Eruð þið eitthvað farin að huga að borgarstjórastólnum? „Nei, ekki enn. Það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið eru málefnin,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. 25. maí 2022 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata tilkynntu í gær að flokkarnir ætluðu að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta. En fyrsti reglulegi borgarstjórnarfundur á nýju kjörtímabili verður hinn 7. júní næst komandi. Síðasti borgarráðsfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og nú bíða allir spenntir eftir því að sjá hvernig skipað verður í meiri- og minnihluta í borgarstjórn og borgarráði á næstu dögum. Hér má sjá myndræna framsetningu á þeim fjölda kjósenda sem flokkar í Reykjavík ýmist bættu við sig eða töpuðu frá kosningunum 2018.Vísir/Kristján Framsóknarflokkurinn fékk til sín flesta nýja kjósendur í kosningunum frá fyrri kosningum eða tæplega 9.400 og Píratar bættu við sig um 2.400 kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hins vegar flestum eða tæplega 3.500 og Samfylkingin rétt um 3.100. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar er bjartsýnn á viðræðurnar framundan. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ segir Dagur B. Eggertsson. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar er einnig bjartsýn á gang viðræðnanna. „Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur.“ En fyrir fyrsta borgarstjórnarfundinn 7. júní? „Ég held að við verðum að vera komin með góðar línur þá. Vonum bara að þessar meirihlutaviðræður gangi vel,” segir Þórdís Lóa. Ekki farið að ræða borgarstjórastólinn Oddvitarnir fjórir komu síðan saman til fyrsta formlega fundarins í stöðvarstjórahúsinu í Elliðaárdal eftir hádegi. Einar Þorsteinssn oddviti Framsóknar segir fundinn aðallega hafa verið notaðan til að skipuleggja viðræðurnar. Leikskólamál og málefni barna hafi þó aðeins verið rædd. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins segir mikilvægt að skriður komist á meirihlutaviðræðurnar. Þær verði að kalla fram breytingar þótt allir verði að gefa eitthvað eftir í samningaviðræðum.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það sjái það allir að það er mikilvægt að koma viðræðum af stað. Það þarf að vera skriður á þessu. Við ætlum samt sem áður að taka okkur góðan tíma, þann tíma sem við þurfum. og þetta fer bara ágætlega af stað,“ segir Einar. Ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. „Í samningaviðræðum þurfa allir að gefa eitthvað eftir eins og þú veist og kjósendur vita. Aðalatriðið er að menn sjái með skýrum hætti að hér er verið að breyta stefnunni og byggja á því sem vel er gert,“ segir oddviti Framsóknarflokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata segir góða stemmingu í viðræðunum og er bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er það raunverulega. Ég held að það sé mikill málefnalegur samhljómur. Þannig að ég sé ekki að það ættu að koma upp slík mál sem þetta myndi stranda á.“ Hópurinn væri uppbyggilegur og lausnarmiðaður. Eruð þið eitthvað farin að huga að borgarstjórastólnum? „Nei, ekki enn. Það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið eru málefnin,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. 25. maí 2022 11:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46
Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. 25. maí 2022 11:30