Þar sem fáir aðrir nenna Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 25. maí 2022 15:30 AF MIKILVÆGI FORELDRASTARFS OG SAMSTARFS HEIMILA OG SKÓLA Á dögunum voru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla veitt í 27. sinn. en segja má að á þessum degi hafi gróskumiklum verkefnum innan skólasamfélagsins verið veitt verðskulduð athygli eða allt frá árinu 1996. Verkefni sem enn lifa góðu lífi í íslensku skólasamfélagi og við þekkjum til líkt og foreldraröltið er gott dæmi um en það var með fyrstu verkefnum sem hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla á sínum tíma. Í ávarpi mínu á þessum degi kom ég inn á mikilvægi foreldrastarfs í skólum landsins og mig langar að nota tækifærið og deila með ykkur hugleiðingum mínum. Vandasamt verkefni að virkja foreldra Við sem höfum komið að foreldrastarfi með einum eða öðrum hætti vitum flest að öll þessi verkefni verða ekki til af sjálfu sér. Það þarf bæði hugrekki og dugnað að ýta þeim úr vör og eins að viðhalda þeim. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni það svart á hvítu að gott samstarf heimila og skóla sé veigamikill þáttur í bæði líðan og árangri nemenda hefur það oft á tíðum reynst vandasamt verkefni að virkja foreldra til formlegrar þátttöku innan skólasamfélagsins. Hugsanlega er mönnun foreldra í hlutverk bekkjarfulltrúa gott dæmi um slíkt. Að virkja foreldra og fá þá til að leiða það starf hefur nefnilega sums staðar reynst vandasamt. Það er ekki það, að ekki sé öfluga einstaklinga að finna innan foreldrasamfélagsins því eins og við vitum þá er þar gríðarlega mikill og öflugur mannauður sem mikilvægt er að virkja og ná til með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Ástæður þess að ég gerðist bekkjarfulltrúi Fyrir um tíu árum síðan lagði ég ásamt öðrum stjórnarmönnum í foreldrafélagi einu hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir óformlega könnun meðal nýkjörinna bekkjarfulltrúa til að öðlast innsýn í ástæður þess að þeir ákváðu að gefa kost á sér í hlutverkið. Mig langar að deila með ykkur nokkrum áhugaverðum svörum sem þar komu fram: Út af einskærum áhuga Forvitni Aldrei verið bekkjarfulltrúi Samfélagsleg skylda Af nauðsyn og góðmennsku Skyldurækni Þar sem enginn annar gaf kost á sér Út af aðgerðarleysi fyrra árs Að lokum hin fleyga setning, sem setið hefur hjá mér alla tíð síðan, þar sem fáir aðrir nenna. Ræðum mikilvægi góðs samstarfs heimila og skóla Hvort sem í þessum svörum búi ákveðin sannleikskorn eða ekki þá birtast hér ákveðnar vísbendingar. Við þurfum að tala upp mikilvægi foreldrastarfs og koma í veg fyrir þessi vandræðilegu og mögulega fyrirsjáanlegu augnablik á haustfundum kennara þegar þeir leita til foreldra um samstarf. Ef ávinningur og mikilvægi þessa samstarfs er óljós er það okkar sem samfélags að skýra það betur. Við hjá Heimili og skóla og sem landssamtök foreldra höfum í þessu samhengi verk að vinna í samstarfi við skólastjórnendur, kennara, foreldra og nemendur eða alla þá sem skólasamfélagið mynda. Foreldrastarf er forvarnarstarf Foreldrastarf er ekkert annað en forvarnarstarf og því er það afskaplega mikilvægt að við áttum okkur á mikilvægu hlutverki okkar sem skólaforeldra og því hvernig við getum látið til okkar taka á þeim vettvangi fyrir skólann og fyrir starfsumhverfi bæði kennara og nemenda. Við foreldrar berum nefnilega ábyrgð á menntun barnanna okkar og höfum það hlutverk að styðja við nám þeirra og eiga í uppbyggilegu samstarfi við kennara. Áherslur foreldrastarfs í skólum landsins hafa í gegnum árin endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi. Þar er lagður grunnur að góðri vináttu nemenda og ekki síður að samstarfi og samskiptum foreldra þar sem lögð er áhersla á að þeir hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi. Hugum að barnvænna og fjölskylduvænna samfélagi Hér eru ekki hin veraldlegu verðmæti í forgrunni heldur félagsauðurinn og hinn sterki vilji og mikli áhugi á að láta gott af sér leiða og gera gott samfélag enn betra. Með því hugarfari getum við svo sannarlega látið til okkar taka og haft áhrif á hvernig samfélag við viljum skapa börnunum okkar. Þannig eigum við að sama skapi að geta tekist á við áskoranir skólasamfélagsins á hverjum tíma. Við höfum nefnilega verk að vinna, ekki bara foreldrar eða kennarar heldur samfélagið allt. Ef við höfum ekki tíma né svigrúm til að huga að því sem skiptir máli, verðum við að fara að bretta upp ermar og setja í forgang að stuðla að barnvænna og fjölskylduvænna samfélagi. Í ár fagna Heimili og skóli 30 ára afmæli en á þeim tíma hefur margt gott áunnist. Það er von mín að þessar fáu línur geti orðið ykkur öllum hvatning til að láta til ykkar taka og gera gott skólasamfélag enn betra. Höfundur er fráfarandi formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
AF MIKILVÆGI FORELDRASTARFS OG SAMSTARFS HEIMILA OG SKÓLA Á dögunum voru Foreldraverðlaun Heimilis og skóla veitt í 27. sinn. en segja má að á þessum degi hafi gróskumiklum verkefnum innan skólasamfélagsins verið veitt verðskulduð athygli eða allt frá árinu 1996. Verkefni sem enn lifa góðu lífi í íslensku skólasamfélagi og við þekkjum til líkt og foreldraröltið er gott dæmi um en það var með fyrstu verkefnum sem hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla á sínum tíma. Í ávarpi mínu á þessum degi kom ég inn á mikilvægi foreldrastarfs í skólum landsins og mig langar að nota tækifærið og deila með ykkur hugleiðingum mínum. Vandasamt verkefni að virkja foreldra Við sem höfum komið að foreldrastarfi með einum eða öðrum hætti vitum flest að öll þessi verkefni verða ekki til af sjálfu sér. Það þarf bæði hugrekki og dugnað að ýta þeim úr vör og eins að viðhalda þeim. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni það svart á hvítu að gott samstarf heimila og skóla sé veigamikill þáttur í bæði líðan og árangri nemenda hefur það oft á tíðum reynst vandasamt verkefni að virkja foreldra til formlegrar þátttöku innan skólasamfélagsins. Hugsanlega er mönnun foreldra í hlutverk bekkjarfulltrúa gott dæmi um slíkt. Að virkja foreldra og fá þá til að leiða það starf hefur nefnilega sums staðar reynst vandasamt. Það er ekki það, að ekki sé öfluga einstaklinga að finna innan foreldrasamfélagsins því eins og við vitum þá er þar gríðarlega mikill og öflugur mannauður sem mikilvægt er að virkja og ná til með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Ástæður þess að ég gerðist bekkjarfulltrúi Fyrir um tíu árum síðan lagði ég ásamt öðrum stjórnarmönnum í foreldrafélagi einu hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir óformlega könnun meðal nýkjörinna bekkjarfulltrúa til að öðlast innsýn í ástæður þess að þeir ákváðu að gefa kost á sér í hlutverkið. Mig langar að deila með ykkur nokkrum áhugaverðum svörum sem þar komu fram: Út af einskærum áhuga Forvitni Aldrei verið bekkjarfulltrúi Samfélagsleg skylda Af nauðsyn og góðmennsku Skyldurækni Þar sem enginn annar gaf kost á sér Út af aðgerðarleysi fyrra árs Að lokum hin fleyga setning, sem setið hefur hjá mér alla tíð síðan, þar sem fáir aðrir nenna. Ræðum mikilvægi góðs samstarfs heimila og skóla Hvort sem í þessum svörum búi ákveðin sannleikskorn eða ekki þá birtast hér ákveðnar vísbendingar. Við þurfum að tala upp mikilvægi foreldrastarfs og koma í veg fyrir þessi vandræðilegu og mögulega fyrirsjáanlegu augnablik á haustfundum kennara þegar þeir leita til foreldra um samstarf. Ef ávinningur og mikilvægi þessa samstarfs er óljós er það okkar sem samfélags að skýra það betur. Við hjá Heimili og skóla og sem landssamtök foreldra höfum í þessu samhengi verk að vinna í samstarfi við skólastjórnendur, kennara, foreldra og nemendur eða alla þá sem skólasamfélagið mynda. Foreldrastarf er forvarnarstarf Foreldrastarf er ekkert annað en forvarnarstarf og því er það afskaplega mikilvægt að við áttum okkur á mikilvægu hlutverki okkar sem skólaforeldra og því hvernig við getum látið til okkar taka á þeim vettvangi fyrir skólann og fyrir starfsumhverfi bæði kennara og nemenda. Við foreldrar berum nefnilega ábyrgð á menntun barnanna okkar og höfum það hlutverk að styðja við nám þeirra og eiga í uppbyggilegu samstarfi við kennara. Áherslur foreldrastarfs í skólum landsins hafa í gegnum árin endurspeglast í því að huga vel að verndandi þáttum eins og samveru og samverustundum, þar sem bekkjarfélagar og foreldrar sameinast í leik og starfi. Þar er lagður grunnur að góðri vináttu nemenda og ekki síður að samstarfi og samskiptum foreldra þar sem lögð er áhersla á að þeir hittist og kynnist, ræði saman og sameinist um ákveðin grunngildi með velferð og vellíðan nemenda að leiðarljósi. Hugum að barnvænna og fjölskylduvænna samfélagi Hér eru ekki hin veraldlegu verðmæti í forgrunni heldur félagsauðurinn og hinn sterki vilji og mikli áhugi á að láta gott af sér leiða og gera gott samfélag enn betra. Með því hugarfari getum við svo sannarlega látið til okkar taka og haft áhrif á hvernig samfélag við viljum skapa börnunum okkar. Þannig eigum við að sama skapi að geta tekist á við áskoranir skólasamfélagsins á hverjum tíma. Við höfum nefnilega verk að vinna, ekki bara foreldrar eða kennarar heldur samfélagið allt. Ef við höfum ekki tíma né svigrúm til að huga að því sem skiptir máli, verðum við að fara að bretta upp ermar og setja í forgang að stuðla að barnvænna og fjölskylduvænna samfélagi. Í ár fagna Heimili og skóli 30 ára afmæli en á þeim tíma hefur margt gott áunnist. Það er von mín að þessar fáu línur geti orðið ykkur öllum hvatning til að láta til ykkar taka og gera gott skólasamfélag enn betra. Höfundur er fráfarandi formaður Heimilis og skóla.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun