Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í Reykjavík í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 11:30 Síðasti borgarráðsfundur fráfarandi borgarstjórnar fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Oddvitar flokkanna sem reyna að mynda meirihluta í Reykjavík koma saman til fyrsta formlega viðræðufundarins eftir hádegi. Reiknað er með að byrjað verði á að setja saman viðræðuáætlun. Síðasti fundur borgarráðs á kjörtímabilinu sem er að líða fór fram í morgun. Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kjörtímabil borgarstjórnar sem kosin var fyrir fjórum árum lýkur hinn 30. maí, eða á mánudag, og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir hinn 31. maí. Síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar var í gær og í morgun kom borgarráð saman í síðasta sinn á þessu kjörtímabili. Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fundinn marka tímamót hjá honum. „Þetta er ákveðið frelsi. Það er náttúrlega mikill tími í þetta starf í borgarstjórn. Það eru bara góðar minningar sem þetta skilur eftir sig.“ Eyþór Arnalds fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir daginn í dag marka tímamót en á þriðjudag tekur Hildur Björsdóttir formlega við oddvitastöðu flokksins í borgarstjórn. Við hlið hennar situr Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem hættir eins og Eyþór og fjærst situr Vigdís Hauksdóttir fráfarandi oddviti Miðflokksins.Stöð 2/Sigurjón Eru einhver mál sem þið eruð að afgreiða í dag eða er þetta meira formsins vegna? „Það eru ekki stór mál. Vegna þess að það eru búnar kosningar og ný borgarstjórn er að taka við. Þannig að það væri ekki gott að afgreiða mjög stór mál,“ segir Eyþór. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar tekur undir þetta með Eyþóri. „Við höfum ekki miklar heimildir. Síðasti borgarstjórnarfundur var í gær. Í dag er einnig síðasti fundur skipulagsráðs. Þetta er meira svona afgreiðsla. Nú bíða öll stór mál eftir nýju borgarráði og nýrri borgarstjórn,“ segir Þórdís Lóa. Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta íborgarstjórn. Ef það tekst hefði sá meirihluti 13 fulltrúa af tuttugu og þremur. Þórdís Lóa segir stefnt að meirihlutaviðræðum í dag. Þórdís Lóa segir almennan frídag á morgun og þriggja daga námskeið nýrra borgarfulltrúa í næstu viku þó setja strik í reikninginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs voru í sólskinsskapi á síðasta borgarráðsfundi fráfarandi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í morgun.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það er ýmislegt sem hefur áhrif. Auðvitað þurfum við að stilla þessu vel upp og átta okkur á því hvaða tíma við þurfum. Við flýtum okkur hægt og vöndum okkur,“ segir oddviti Viðreisnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar segir að nú setjist flokkarnir sameiginlega yfir hvernig þeir sjái meirihlutaviðræðurnar fyrir sér næstu daga. „Ég held að við verðum að nota tímann vel. Til þess að ná utan um verkefnið áður en þessar lykildagsetningar detta á okkur.“ Ertu bjartsýnn á að þetta takist og að það gerist fyrir fyrsta borgarstjórnarfund á nýju kjörtímabili hinn 7. júní? „Já, ég er nokkuð bjartsýnn á það. Mér finnst eðlilegt að miða við að vera komin með þetta þá.“ Og að þessar viðræður skili árangri? „Já,“ sagði Dagur B. Eggertsson rétt fyrir borgarráðsfund í morgun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Borgarstjórn Tengdar fréttir Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11 Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24. maí 2022 20:11
Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. 24. maí 2022 14:46
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31