Hrun í mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 17:30 Ensku framherjarnir Jadon Sancho og Marcus Rashford hjá Manchester United stóðu ekki undir væntingum á þessari leiktíð en hér fagna þeir saman marki á móti Southampton á Old Trafford Getty/Laurence Griffiths Enskir framherjar voru oft ekki á skotskónum á nýloknu tímabili eins og sést vel í samantekt hjá Sky Sports. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þarf líklega að fara að hafa smá áhyggjur af þróun mála þegar kemur að því að enskir framherjar eru í svolitlum vandræðum að koma boltanum í markið. Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar 2021-22 voru Egyptinn Mohamed Salah hjá Liverpool, Kóreumaðurinn Son Heung-Min hjá Tottenham og Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. England manager Gareth Southgate picks Nations League squad | Goals from English forwards in decline? https://t.co/9Ps1lHS42m— SportMagMad (@SportMagMad) May 24, 2022 Talning á mörkum enskra framherja í ensku úrvalsdeildinni sýnir að þeir skoruðu samtals 142 mörk á leiktíðinni sem var tuttugu prósent fækkun frá tímabilinu á undan. Tímabilið 2020-21 voru mörkin 176 og tímabilið 2019-20 voru ensku mörkin 191. Það er því öllum ljóst að mörkum ensku framherjanna fer fækkandi með hverju tímabili. Þetta er líka lítill markafjöldi í samanburði við 1993-94 tímabilið þegar enskir framherjar skoruðu 451 mark en þá var deildin líka skipuð 22 liðum með 42 leikjum á hvert lið. Helstu ensku markaskorararnir voru menn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Jamie Vardy, Dominic Calvert-Lewin, Ollie Watkins, Callum Wilson og Danny Ings en þeirra framlag dugði þó ekki til við að laga þessa slöku markatölfræði. This guy Congrats @Sonny7 very well deserved. Different class this season. pic.twitter.com/l4YaS7vx2B— Harry Kane (@HKane) May 22, 2022 Manchester United mennirnir Marcus Rashford og Jadon Sancho gekk báðum illa fyrir framan markið og þeir Vardy, Calvert-Lewin og Patrick Bamford voru mikið meiddir. Kane var markahæsti enski leikmaðurinn með sautján mörk en Vardy var annar með fimmtán mörk og Sterling skoraði síðan þrettán mörk. Jarrod Bowen og Ivan Toney skoruðu síðan báðir tólf mörk. Aston Villa skilaði flestum enskum mörkum eða átján en næst voru Tottenham (17 mörk) og Leicester City (15). Enskir framherjar fengu að spila flestar mínútur hjá Everton en Manchester United var þar í þriðja sæti á eftir Villa. Það má lesa meira um þessa samantekt Sky Sports hér.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira