Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ Sindri Már Fannarsson skrifar 23. maí 2022 22:11 Arnar Páll (t.h.) stýrði KR í kvöld. Með honum er Jóhannes Karl Sigursteinsson en hann hætti hjá félaginu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Í gærkvöldi var tilkynnt að Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, hefði sagt upp störfum, Arnar Páll Garðarson, aðstoðarmaður Jóhannesar og Gunnar Einarsson, þjálfari í yngri flokkum KR myndu stýra liðinu næstu daga á meðan leit stæði yfir á nýjum þjálfara. Arnar Páll Garðarson, annar þjálfara KR, var himinlifandi með að vinna leikinn á lokamínútunum. „Það er bara skemmtilegast í heimi. Það er alveg gaman að vinna 4-0 og 5-0 líka en þetta eru held ég skemmtilegustu leikirnir. Sérstaklega þegar það er búið að ganga illa, þá er þetta eins sætt og það gerist,“ sagði Arnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Við vissum alveg að þetta yrði barátta og vesen og læti og ekki kannski flottasti fótbolti í heiminum. Líka bara miðað við hvað hefur gengið á undanfarið hjá liðinu þá var þetta bara akkúrat það sem við þurftum.“ Arnar heldur að KR-ingar hafi í raun skorað tvö mörk, en eftir um klukkutíma leik átti Marcella Barberic skot sem var varið en mögulegt er að boltinn hafi farið yfir línuna. „Ég meina, ef (Guðmunda Brynja) segir að þetta sé inni, hún sagði að þetta væri langt inni, þá trúi ég henni. Þannig að þetta hefði getað verið dýrkeypt, hefðum við ekki skorað þetta mark hérna í lokin. En svona er þetta bara.“ Arnar vildi ekki tjá sig ýtarlega um þjálfaramál í KR. „Ég er náttúrulega áfram sem þjálfari í KR og ég reikna svosem með því að ég verði bara áfram. Það kemur væntanlega einhver inn og það kemur bara í ljós hvernig því verður háttað, hvort við verðum tveir eða þrír eða fjórir, það kemur bara í ljós. En ég á von á því að það klárist í næstu viku eða þessari jafnvel.“ Háværir orðrómar eru um að Christopher Harrington, fyrrum aðstoðarþjálfari KR, sé að koma aftur að taka við liðinu en hann var staddur á leiknum með Jóhannesi Karli, fyrrum þjálfara KR. Arnar gat ekki tjáð sig um það. „Þú verður bara að hringja í Bjarna Guðjóns og krefja hann um einhver svör.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira