Hjólahvíslarinn hættur og kominn í rúturnar Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2022 14:00 Bjartmar var á Vitabar þegar hann hitti tvo menn sem eiga ferðaþjónustufyrirtæki og skyndilega tók líf hans aðra stefnu. aðsend Bjartmar Leósson, sem betur er þekktur sem Hjólahvíslarinn vegna vasklegrar framgöngu sinnar undanfarnar vikur og mánuði, við að endurheimta reiðhjól úr ræningjahöndum, er kominn í rúturnar. Þó ekki þannig að Bjartmar ætli að fara um borg og bý og endurheimta stolnar rútur heldur lauk hann meiraprófinu í dag og er að fara í að keyra ferðamenn um á rútum. Þannig er ólíklegt að við hann festist nafngiftin „rútuhvíslarinn“. Bjartmar hefur tilkynnt að hann ætli nú að segja gott í bili, hvað varðar að endurheimt stolinna hjóla og vonast til að aðrir taki við keflinu. Ævintýralegur rútubílakennari Hann hefur fulla trú á því að svo verði, menn hafa lýst sig reiðubúna til þess en ekkert lát virðist á því að hjólum sé stolið í Reykjavík. „Rútuprófið er miklu léttara en ég hélt og léttara að stýra rútu en ég hélt. Þær eru sjálfskiptar og það eina sem á reynir er þegar verið er að fara um þröngar götur á stórum rútum – þá verði að gæta þess að taka góðar hreppstjórabeygjur svo rútan rekist ekki utan í.“ Bjartmar kátur með meiraprófið í höndunum. Hann segir að þetta hafi verið létt verk að fara í gegnum námskeiðið og að ná prófinu.aðsend Íslensk ráðning á Vitabar Meiraprófið kostar 390 þúsund krónur og Bjartmar metur það sem góða fjárfestingu. Hann er þegar kominn með vinnu. Hvernig allt þetta er til komið er eins og svo margt röð tilviljana. „Ég sat í Sundhöllinni í vetur og var að tala við konu sem ég þekki. Og var að lýsa því fyrir henni að ég öfundaði þessa sem voru að birta myndir af sér í jeppa- og vélsleðaferðum. Það væri nú munur að fá borgað fyrir að ferðast. Svo fór ég á Vitabar og þar var einhver gæi sem rétti mér fullt glas af bjór og sagði: Þú stendur þig eins og hetja í hjólunum.“ Bjartmar heyrði á tal hans og vinar hans, heyrði þá tala um jeppa og þá kom á daginn að þeir reka ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gaf sig á tal við þá og þeir spurðu hvort hann hefði áhuga á að starfa við þetta, þá vantaði einmitt duglegt og greiðvikið starfsfólk. „Áður en ég vissi var hann búinn að bóka mig á meiraprófsnámskeið. Þetta var svo íslensk ráðning, allt óformlegt, smáatriðin ekki alveg fyrirliggjandi en ég geri ráð fyrir því að byrja bara strax í næsta mánuði,“ segir Bjartmar. Fyrsti tíminn var í mars og nú er hann kominn með prófið. Síðasta „giggið“ Bjartmar ráðgerir að skrá sig út úr Facebook-hópnum sem hann stofnaði, þar sem fólk ber saman bækur sínar um stolin hjól. En það er ekki auðvelt að hætta. Núna áðan var hann staddur við gamla Tónabæ, þar sem Landspítalinn hefur skrifstofur sínar en áður var fjölmiðlafyrirtækið 365 þar til húsa. „Þá sé ég góðkunningja á fokdýru hjóli. Ég keyrði á eftir honum og hirti af honum hjólið. Hann var með eitthvað múður en þegar ég spurði hvort hann vildi verða frægur á 11 þúsund manna hjólasíðu lagði hann niður vopnin. Já, þetta var síðasta giggið. Á umferðareyju á Miklubrautinni. Mörg hundruð þúsund króna hjól.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þó ekki þannig að Bjartmar ætli að fara um borg og bý og endurheimta stolnar rútur heldur lauk hann meiraprófinu í dag og er að fara í að keyra ferðamenn um á rútum. Þannig er ólíklegt að við hann festist nafngiftin „rútuhvíslarinn“. Bjartmar hefur tilkynnt að hann ætli nú að segja gott í bili, hvað varðar að endurheimt stolinna hjóla og vonast til að aðrir taki við keflinu. Ævintýralegur rútubílakennari Hann hefur fulla trú á því að svo verði, menn hafa lýst sig reiðubúna til þess en ekkert lát virðist á því að hjólum sé stolið í Reykjavík. „Rútuprófið er miklu léttara en ég hélt og léttara að stýra rútu en ég hélt. Þær eru sjálfskiptar og það eina sem á reynir er þegar verið er að fara um þröngar götur á stórum rútum – þá verði að gæta þess að taka góðar hreppstjórabeygjur svo rútan rekist ekki utan í.“ Bjartmar kátur með meiraprófið í höndunum. Hann segir að þetta hafi verið létt verk að fara í gegnum námskeiðið og að ná prófinu.aðsend Íslensk ráðning á Vitabar Meiraprófið kostar 390 þúsund krónur og Bjartmar metur það sem góða fjárfestingu. Hann er þegar kominn með vinnu. Hvernig allt þetta er til komið er eins og svo margt röð tilviljana. „Ég sat í Sundhöllinni í vetur og var að tala við konu sem ég þekki. Og var að lýsa því fyrir henni að ég öfundaði þessa sem voru að birta myndir af sér í jeppa- og vélsleðaferðum. Það væri nú munur að fá borgað fyrir að ferðast. Svo fór ég á Vitabar og þar var einhver gæi sem rétti mér fullt glas af bjór og sagði: Þú stendur þig eins og hetja í hjólunum.“ Bjartmar heyrði á tal hans og vinar hans, heyrði þá tala um jeppa og þá kom á daginn að þeir reka ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gaf sig á tal við þá og þeir spurðu hvort hann hefði áhuga á að starfa við þetta, þá vantaði einmitt duglegt og greiðvikið starfsfólk. „Áður en ég vissi var hann búinn að bóka mig á meiraprófsnámskeið. Þetta var svo íslensk ráðning, allt óformlegt, smáatriðin ekki alveg fyrirliggjandi en ég geri ráð fyrir því að byrja bara strax í næsta mánuði,“ segir Bjartmar. Fyrsti tíminn var í mars og nú er hann kominn með prófið. Síðasta „giggið“ Bjartmar ráðgerir að skrá sig út úr Facebook-hópnum sem hann stofnaði, þar sem fólk ber saman bækur sínar um stolin hjól. En það er ekki auðvelt að hætta. Núna áðan var hann staddur við gamla Tónabæ, þar sem Landspítalinn hefur skrifstofur sínar en áður var fjölmiðlafyrirtækið 365 þar til húsa. „Þá sé ég góðkunningja á fokdýru hjóli. Ég keyrði á eftir honum og hirti af honum hjólið. Hann var með eitthvað múður en þegar ég spurði hvort hann vildi verða frægur á 11 þúsund manna hjólasíðu lagði hann niður vopnin. Já, þetta var síðasta giggið. Á umferðareyju á Miklubrautinni. Mörg hundruð þúsund króna hjól.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hjólreiðar Lögreglumál Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13 Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. 21. maí 2022 10:13
Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38