Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 12:02 Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu báðir fyrir Víkinga gegn Val í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti