Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 15:00 Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Lovísa Thompson reyna að stoppa Karen Knútsdóttur í síðasta leik en Karen kom með beinum hætti að sautján mörkum Framliðsins í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu. Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6) Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira