Spenna fyrir kvöldinu: Þrír leikir liðanna í vetur hafa unnist með einu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 15:00 Valskonurnar Thea Imani Sturludóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Lovísa Thompson reyna að stoppa Karen Knútsdóttur í síðasta leik en Karen kom með beinum hætti að sautján mörkum Framliðsins í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það má búast við spennandi leik í kvöld þegar Valur tekur á móti Fram í öðrum úrslitaleik liðanna í Olís deild kvenna í handbolta, bæði ef marka má fyrsta leikinn sem og fyrri leiki liðanna á tímabilinu. Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6) Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Framkonur eru 1-0 yfir í einvíginu eftir 28-27 sigur í Safamýrinni þar sem heimakonur voru sterkari í lokin eftir mikinn spennuleik. Karen Knútsdóttir, fyrirliði Fram, átti magnaðan leik með níu mörk og átta stoðsendingar. Leikur tvö hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.50. Í síðasta leik skiptu liðin sex sinnum um forystu í leiknum en Framliðið var einu marki yfir í hálfleik 12-11. Valur náði forystunni, 22-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en Framkonur skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu frumkvæðinu sem þær héldu út leikinn. HB Statz notar tölfræðina til að mæta bæði hraða og spennustig leiksins og mælikvarðinn var í því hæsta á báðum stöðum í síðasta leik, hraðinn í 99,48 af 100 og spennustigið í 98,43 af 100. Þetta var hins vegar ekki fyrsti innbyrðis leikur liðanna sem vinnst með minnsta mun. Tveir af þremur deildarleikjum liðanna unnust einnig með einu marki. Valskonur unnu fyrsta deildarleik liðanna í Safamýrinni í nóvember, 25-24, þar sem jafnt var í hálfleik, 14-14. Framkonur skoruðu síðasta markið í leiknum. Valsliðið vann einnig fyrsta deildarleik liðanna á Hlíðarenda á tímabilinu með einu marki, líka 25-24, en sá leikur fór fram í febrúar. Þá var jafnt í hálfleik, 13-13. Thea Imani Sturludóttir skoraði sigurmark Valsliðsins. Áður en kom að leiknum í úrslitaeinvíginu þá höfðu Valskonur unnu sex marka sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum, 25-19, en Framkonur svöruðu með því að vinna síðasta deildarleik liðanna með sjö marka mun, 24-17, og tryggja sér með því deildarmeistaratitilinn. Í síðasta deildarleiknum varði Hafdís Renötudóttir 24 af 36 skotum Valskvenna eða 67 prósent skota sem á hana komu. Það á ekkert lið möguleika á móti Fram með Hafdísi í slíkum ham. Í bikarúrslitaleiknum skoraði Lovísa Thompson tíu mörk og var einnig með níu stopp í vörninni. Valsvörnin sýndi mátt sinni í þeim leik en hjá HB Statz fengu þær Lovísa og Hildigunnur Einarsdóttir báðar 10 fyrir varnarleik sinn. Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Innbyrðis leikir Vals og Fram á tímabilinu: Undanúrslit í bikar, 30. september: Fram vann með þremur mörkum, 22-19. Deild, 6. nóvember: Valur vann með einu marki, 25-24 Deild, 24. febrúar: Valur vann með einu marki, 25-24 Bikarúrslit, 12. mars: Valur vann með sex mörkum, 25-19 Deild, 9. apríl: Fram vann með sjö mörkum, 24-17. Úrslitakeppni, 20. maí: Fram vann með einu marki, 28-27 Samtals: Fram 3 sigrar (+3, +7, +1) Valur 3 sigrar (+1, +1, +6)
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira