Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu Eiður Þór Árnason skrifar 23. maí 2022 11:36 Fjölmargar verslanir hafa takmarkað það magn sem viðskiptavinum er heimilt að kaupa af barnaþurrmjólk. Getty/Tayfun Coskun/Anadolu Agency Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni. Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana. Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Sífellt erfiðara hefur verið fyrir nýbakaða foreldra að nálgast þurrmjólk og ungbarnablöndu í Bandaríkjunum eftir að stærstu þurrmjólkurverksmiðju landsins var tímabundið lokað. Framleiðandinn Abbott Nutrition lokaði verksmiðju sinni í Minneapolis í febrúar vegna gruns um að framleiðsluvörur hafi leitt til veikinda hjá ungbörnum. Sendingin er hluti af sérstökum aðgerðum ríkisstjórnar Joes Biden sem hefur gengið erfiðlega að bregðast við vöruskortinum. Miklar takmarkanir hvíla á innflutningi á þurrmjólk til Bandaríkjanna og fara þrír innlendir framleiðendur með 90 prósent markaðshlutdeild. Þar af fer Abbott með tæpan helming, eða 48 prósent. Fyrsta sendingin sem er hluti af neyðaraðgerðum Biden-stjórnarinnar kom til landsins í gær.Getty/Jon Cherry Einkum vantað vörur fyrir börn með ofnæmi Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar hafi flutningstíminn frá Evrópu verið styttur úr tveimur vikum í um þrjá daga. Hvíta húsið segir að 132 vörubretti af Nestlé Health Science Alfamino Infant og Alfamino Junior barnaþurrmjólk muni brátt yfirgefa Ramstein-herflugvöllinn í Þýskalandi. Þá séu önnur 114 bretti af Gerber Good Start Extensive HA ungbarnablöndu á leið til landsins á næstu dögum. Alls séu um 1,5 milljón flöskur af þessum þremur tegundum væntanlegar til landsins í þessari viku en þær henta fyrir börn með ofnæmi fyrir mjólkurpróteini úr kúamjólk. Einkum hefur skort þessa tegund ungbarnablöndu í Bandaríkjunum. Þurfa að sótthreinsa alla verksmiðjuna Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) fann Cronobacter sakazakii-bakteríu á nokkrum stöðum í verksmiðju Abbott við eftirlit í janúar, febrúar og mars. Þá sýna gögn að fyrirtækið hafi fundið Cronobacter-bakteríu í framleiðsluvörum sínum árin 2019 og 2020 en örverurnar finnast víða í umhverfinu. FDA komst síðar að þeirri niðurstöðu að örverusýnin sem fundust í verksmiðjunni pössuðu ekki við sýnin sem tekin voru hjá börnunum sem veiktust og eða í þurrmjólkinni sem neyttu. Abbott sagði í tilkynningu að engin tengsl væru milli veikindatilfellanna og að hvorki Chronobacter né Salmonella hafi greinst í þurrmjólk sem dreift hafi verið til neytenda. Í bráðabirgðaniðurstöðum FDA segir að Abbott Nutrition hafi skort nægilega góða ferla til að koma í veg fyrir mengun skilaði sér í framleiðsluvörurnar. Í samkomulagi fyrirtækisins við FDA féllst það á að sótthreinsa öll yfirborð og búnað í verksmiðjunni áður en framleiðsla hæfist á ný. Að sögn Abbott munu líða minnst sex til átta vikur frá því þar til að framleiðslan skilar sér í hillur verslana.
Bandaríkin Barnavernd Innköllun Matur Joe Biden Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira