Hjólahvíslarinn lenti á vegg og tekur sér langþráða pásu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2022 10:13 Bjartmar ætlar að draga sig í hlé eftir að hafa leitað að stolnum hjólum í þrjú ár. Vísir Bjartmar Leósson, oft kallaður hjólahvíslarinn, hefur undanfarin þrjú ár einbeitt sér að því að koma stolnum hjólum aftur í hendur réttmætra eigenda. Nú ætlar hann þó að taka sér frí um óákveðinn tíma. Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Bjartmar hefur verið virkur á Facebook-hópnum „Hjóladót og fl. Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann aðstoðar fólk sem hefur lent í hjólaþjófnaði. Tala hjóla sem Bjartmar hefur fundið er að hans sögn, „skuggalega há“. Uppsöfnuð þreyta Í samtali við fréttastofu segir Bjartmar að hann sé óviss hvort hann sé að hætta tímabundið eða fyrir fullt og allt. „Eins og er þá er komin sú staða hjá mér að ég þarf virkilega að einbeita mér að öðru. Það eru aðrir hlutir sem hafa setið lengi á hakanum og maður var búinn að hunsa þreytuna sem kemur. Þetta er uppsafnað, svo allt í einu klessir maður bara svolítið á vegg og maður þarf aðeins að róa sig í þessu,“ segir Bjartmar. Alltaf að brasa Þrátt fyrir að hann hafi ekki alla daga verið í því að finna einstaka hjól, þá var hann alltaf á brasi í kringum starfið. „Þá er ég í allskonar samskiptum við allskonar fólk og að þvælast hingað og þvælast þangað, að skoða þetta og skoða hitt. Þannig þetta er svona lúmskt mikil vinna sem fylgir þessu. Það var kominn tími til að koma aðeins upp á yfirborðið og anda smá.“ Ástæða er til að rifja upp viðtal sem fréttastofa tók við Bjartmar að segja má á hátindi ferils hans síðasta sumar, þegar hann réðst í sérstakar björgunaraðgerðir í góðum hópi fólks: Þurfa að fara eftir bókinni Litið er á reiðhjólaþjófnað sem smáglæp en verð hjólanna getur numið allt að hálfri milljón króna. Hann gagnrýnir lögregluna fyrir að gera lítið í þessum málaflokki. „Það sem löggan sagði einu sinni við mig var: „Við vitum nákvæmlega hvað er í gangi, en við þurfum að fara eftir bókinni og sanna mál okkar,“ en á móti hef ég bent þeim á að ef þeir eru virkir á síðunni hjá mér og skoða hvað er verið að leita að, þá geta þeir oft fundið þá hluti á þessum algengustu stöðum, þar sem hjól eru iðulega að finnast.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28 Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06 Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. 3. janúar 2022 15:28
Hjóli sjálfs Hjólahvíslarans stolið Hjóli Bjartmars Leóssonar var stolið í nótt. Sá hvimleiði og því miður nokkuð algengi atburður sem hjólastuldur er væri varla fréttnæmur nema vegna þess að Bjartmar hefur í um tvö ár staðið í hálfgerðu stríði við hjólaþjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann. 30. júní 2021 14:06
Leitar uppi stolin hjól Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. 4. september 2019 06:15