Allar líkur eru á því að þessi tónlistarmaður muni senda meira efni frá sér á næstu misserum en hann sló upphaflega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann söng ábreiður af lögum annarra.
Eurovision var ríkjandi þema á íslenska listanum þessa vikuna, þar sem sænska söngkonan Cornelia Jakobs var meðal annars kíkt inn sem líkleg til vinsælda með Eurovision lagið Hold Me Closer. Gulu úlfarnir í Subwoolfer frá Noregi sitja svo í tuttugasta sæti með framlag Noregs í ár, Give That Wolf A Banana.
FM95Blö og Aron Can tróna enn á toppi listans með lagið Aldrei toppað og Farruko fylgir fast á eftir með dans lagið Pepas.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Hér má sjá íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: