Nik Chamberlain: Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 20:34 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í kvöld. Diego Þróttur R. vann góðan 4-1 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var gríðarlega sáttur við sigur síns liðs. „Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
„Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34