Enn hætta á stórum skjálfta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2022 15:35 Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu Almannavarna af tilefni þess að Vísindaráð almannavarna fundaði í gær vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga og þeirra hreyfinga sem þar hafa mælst. Um 3.800 skjálftar hafa mælst við Þorbjörn undanfarna viku. „Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum mælast færslur á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarnar. Þenslan byrjaði rólega um mánaðarmótin apríl/maí en er hraðari núna. Líkanagerð af færslunum bendir til að kvika safnist fyrir á 4-5 km dýpi og er að myndast innskot (silla) en það gerðist einnig þrisvar sinnum árið 2020,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 19:30 vegna óvissustigs sem lýst var yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar. Í tilkynningu almannavarna er minnt á að í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall hafi verið varað við að skjálfti allt að 6,5 að stærð gæti orðið í Brennisteinsfjöllum, sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Grannt er fylgst með svæðinu.Vísir/Vilhelm. „Sú hætta er enn fyrir hendi. Líklegt er að slíkum skjálfta myndi fylgja grjóthrun í bröttum hlíðum og hugsanlega minniháttar skemmdir á innanstokksmunum í allt að 25 km fjarlægð frá upptökunum. Almennt getur skjálftavirkni verið hrinukennd á meðan kvika er að safnast saman í jarðskorpunni vegna þrýstings frá kvikusöfnun.“ Ítrekað er að mjög vel sé fylgst með umræddu svæði og að vísindamenn séu að meta hvort að mælanet á svæðinu sé ásættanlegt.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28 Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16. maí 2022 07:28
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3. 15. maí 2022 21:59
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24