Heimsþekktur og ögrandi einleikur frumfluttur á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. maí 2022 16:31 Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumflytur leikverkið Stelpur og strákar miðvikudaginn 25. maí í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis á íslensku en höfundur verksins er leikskáldið Dennis Kelly sem margir þekkja fyrir verk sín DNA og Mathilda. „Stelpur og strákar var fyrst sett upp í Royal Court Theatre árið 2018 við einróma lof gagnrýnenda, en var þá aðalhlutverkið í höndum leikkonunnar Carey Mulligan. Í verkinu er skyggnst inn í líf, sorgir og sigra aðalpersónunnar, en óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt og sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum - fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.“ Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly Verkið er í senn kómískt og tragískt. „Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í EasyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.“ Það er Björk Guðmundsdóttir sem fer með einleik í verkinu og er leikstjórn í höndum Önnulísu Hermannsdóttir. Björk útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Björk situr sem formaður í stjórn Improv Ísland og hefur tekið þátt í ýmsum sviðslista tengdum verkefnum. „Verkið tekur fyrir stór þemu og varpar fram spurningum um samfélagið, hlutverk kynjanna og ofbeldi,“ sagði Annalísa um verkefnið í samtali við Vísi. Björk - Stelpur og strákar Annalísa Hermannsdóttir er sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona sem útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2021. Annalísa hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð, en nýjasta myndbandsverkið hennar „Ég er bara að ljúga er það ekki?“” vann Tónlistarmyndband ársins 2022 á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlaut einnig leikstjórnar verðlaun Sólveigar Anspach. Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Miðasala er hafin en leikhópurinn fer með sýninguna á ferðalag um landið. Væntanlegir sýningarstaðir eru Selfoss, Þingeyri, Seyðisfjörður og Borgarnes. Leikhús Hafnarfjörður Menning Tengdar fréttir „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis á íslensku en höfundur verksins er leikskáldið Dennis Kelly sem margir þekkja fyrir verk sín DNA og Mathilda. „Stelpur og strákar var fyrst sett upp í Royal Court Theatre árið 2018 við einróma lof gagnrýnenda, en var þá aðalhlutverkið í höndum leikkonunnar Carey Mulligan. Í verkinu er skyggnst inn í líf, sorgir og sigra aðalpersónunnar, en óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt og sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum - fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.“ Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly Verkið er í senn kómískt og tragískt. „Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í EasyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.“ Það er Björk Guðmundsdóttir sem fer með einleik í verkinu og er leikstjórn í höndum Önnulísu Hermannsdóttir. Björk útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Björk situr sem formaður í stjórn Improv Ísland og hefur tekið þátt í ýmsum sviðslista tengdum verkefnum. „Verkið tekur fyrir stór þemu og varpar fram spurningum um samfélagið, hlutverk kynjanna og ofbeldi,“ sagði Annalísa um verkefnið í samtali við Vísi. Björk - Stelpur og strákar Annalísa Hermannsdóttir er sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona sem útskrifaðist með BA gráðu í sviðslistum af sviðshöfundabraut LHÍ vorið 2021. Annalísa hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð, en nýjasta myndbandsverkið hennar „Ég er bara að ljúga er það ekki?“” vann Tónlistarmyndband ársins 2022 á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlaut einnig leikstjórnar verðlaun Sólveigar Anspach. Verkefnið er styrkt af Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Miðasala er hafin en leikhópurinn fer með sýninguna á ferðalag um landið. Væntanlegir sýningarstaðir eru Selfoss, Þingeyri, Seyðisfjörður og Borgarnes.
Leikhús Hafnarfjörður Menning Tengdar fréttir „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01