Sjáðu hetjudáðir markvarðar Forest og brjálaðan fögnuð eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2022 14:32 Brice Samba og Brennan Johnson fallast í faðma eftir sigur Nottingham Forest á Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni. getty/Joe Prior Nottingham Forest komst skrefi nær því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í seinni umspilsleik liðanna, 3-2. Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik. Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Brice Samba, markvörður Forest, var hetja liðsins en hann varði þrjár spyrnur í vítakeppninni. Hann varði einnig nokkrum sinnum vel í leiknum sjálfum. Forest mætir Huddersfield Town í úrslitaleik umspilsins á Wembley sunnudaginn 29. maí. Forest vann fyrri leikinn gegn Sheffield United á Bramall Lane, 1-2. Hagur Forest vænkaðist enn frekar þegar Brennan Johnson kom liðinu yfir á 19. mínútu í leiknum í gær. Sander Berge jafnaði fyrir Sheffield United í upphafi seinni hálfleiks og stundarfjórðungi fyrir leikslok kom John Fleck gestunum yfir, 1-2, og jafnaði í 3-3 samanlagt. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var framlengt. Iliman Ndiaye fékk kjörið færi til að tryggja Sheffield United sigur á 115. mínútu en Samba kom Forest til bjargar með frábærri markvörslu. Hann hélt uppteknum hætti í vítakeppninni og varði tvær fyrstu spyrnur Sheffield United, frá Oliver Norwood og Conor Hourihane. Forest skoraði úr fyrstu þremur spyrnum sínum en Joe Lolley skaut yfir úr fjórðu spyrnu liðsins. Morgan Gibbs-White fékk því tækifæri til að jafna fyrir Sheffield United en Samba varði spyrnu hans og tryggði Forest sigurinn og sæti í leiknum verðmæta á Wembley í lok mánaðarins. Klippa: Vítakeppni Nottingham Forest og Sheffield United Eftir leikinn þustu áhorfendur á City Ground inn á völlinn og fögnuðu gríðarlega. Það setti hins vegar svartan blett á fagnaðarlætin að einn stuðningsmaður Forest skallaði Billy Sharp, fyrirliða Sheffield United. Hann hefur verið handtekinn. Forest byrjaði tímabilið skelfilega og fékk aðeins eitt stig í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku B-deildinni. En eftir að Steve Cooper var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins hefur allt breyst og Forest er nú aðeins einum sigri frá því að leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Forest lék síðast í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1998-99. Liðið endaði þá í tuttugasta og neðsta sæti og féll. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá vítaspyrnukeppnina í leik Nottingham Forest og Sheffield United og fagnaðarlætin eftir leik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Fylgdi í fótspor föður síns og varð annar til að skora í báðum leggjum umspilsins Brennan Johnson skoraði eina mark Nottingham Forest í venjulegum leiktíma er liðið tryggði sér sæti í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 17. maí 2022 22:30