„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 10:05 Madison Cawthorn hafði gert félaga sína í Repúblikanaflokknum reiða. AP/Nell Redmond Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun. Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Hann varð þingmaður eftir að hafa unnið forval kjördæmisins árið 2020, þá einungis 25 ára gamall og litu margir á hann sem rísandi stjörnu í hreyfingu íhaldsmanna, samkvæmt frétt AP. Undanfarna mánuði hefur hann verið stöðvaður af lögreglu fyrir umferðarlagabrot, bæði fyrir of hraðan akstur og fyrir að keyra leyfislaus, og vopnalagabrot en hann var tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum stöðvaður með skotvopn á flugvelli. Gerði eigin leiðtoga reiða Þá gerði hann Repúblikana mjög reiða þegar hann sagði í hlaðvarpi að honum hefði verið boðið í kynsvall í Washington DC, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins hafi neytt kókaíns. Sömuleiðis hafa myndir og myndbönd af honum verið birt á netinu en þetta myndefni hefur þótt vandræðalegt fyrir þingmanninn. Hann hefur þó sjálfur haldið því fram að efnið hafi verið birt til að koma óorði á hann. Hann hefur þar að auki verið sakaður um innherjaviðskipti og kynferðislega áreitni. Allt þetta hefur gert Repúblikana reiða og hafa þeir beitt sér gegn Cawthorn á undanförnum mánuðum. Í frétt Politico, þar sem farið er yfir feril Cawthorns, segir að margir hafi spurt sig hvort hann hefði í raun getu til að sinna starfi þingmanns. Blaðamenn Politico ræddu við rúmlega sjötíu manns um Cawthorn en þau segja hann vera óþroskaðan, óreyndan lygara sem hafi hvorki verið hæfur eða tilbúinn til þingsetu. Edwards er eins og áður segir öldungadeildarþingmaður í Norður-Karólínu og rekur þar að auki McDonalds-keðju í ríkinu. Hann segist vongóður um að Repúblikanar muni halda þingsætinu í kosningunum í nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira