Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir skrifa 18. maí 2022 08:30 Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar