Van Basten vill að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:30 Romelu Lukaku og Hakim Ziyech fagna marki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Stu Forster Hollendingar eru mjög spenntir fyrir því að Erik Ten Hag sé að taka við liði Manchester United. Þeir eru líka duglegir að spyrja goðsögnina Marco van Basten um sína skoðun á því sem landi hans eigi að gera. Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford. Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford.
Enski boltinn Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira