Baldvin valinn verðmætastur Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:30 Baldvin Þór Magnússon hefur staðið sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann. Instagram/@vinnym_99 Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti við sig nafnbót um helgina þegar hann var valinn verðmætasti keppandinn á svæðismóti Mið-Ameríku háskólariðilsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð svæðismeistari í kúluvarpi. Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira