Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 15:11 Pascal Struijk reyndist hetja Leeds í dag. George Wood/Getty Images Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59