Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2022 00:29 Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Vilhelm Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira