Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2022 00:29 Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Vilhelm Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum