Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 11:31 Thomas Tuchel mætir með Chelsea á Wembley í dag. Craig Mercer/MB Media/Getty Images Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Klopp á enn möguleika á að gera hið ómögulega með Liverpool - vinna fernuna. Liðið tryggði sér sigur í enska deildarbikarnum á dögunum með sigri gegn Chelsea í víatspyrnukeppni, og þá situr liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Tuchel og hans menn íChelsea fá þó annað tækifæri í dag til að gera vonir Liverpool um fernuna að engu þegar liðin mætast í úrslitum FA-bikarsins. Tuchel var spurður út í kollega sinn hjá Liverpool á blaðamannafundi í gær og hann segir að landi sinn sé einn besti þjálfari heims. Fólk verði þó að muna að hann sé líka einn sá allra besti í að láta fólk halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingar þeirra. „Þið vitið að Klopp er meistari í að láta alla halda að Liverpool eigi minni möguleika en andstæðingurinn,“ sagði Tuchel. „Hann getur sannfært ykkur um að þeir eigi minni möguleika gegn Villarreal og Benfica, en það er kraftaverk að þessi lið séu dregin á móti þeim.“ „Hann getur sannfært ykkur um þetta og hann gerir þetta oft. Það er bara hluti af þessu og þaðan kemur kannski þessi vorkun í þeirra garð,“ sagði Tuchel og var þá að vitna í orð Peps Guardiola þar sem Spánverjinn talaði um að allir á Englandi héldu með Liverpool. Tuchel hélt áfram og bætti við að honum þætti landi sinn einn allra besti þjálfari heims. „Þetta er ekki öfund af minni hálfu. Klopp er frábær náungi, fyndinn og einn allra, allra besti þjálfari heims og þetta er það sem hann gerir.“ „Þegar hann þjálfaði Dortmund þá elskuðu allir í Þýskalandi Dortmund. Núna þjálfar hann Liverpool og ég hef það á tilfinningunni að allir á Englandi elski Liverpool.“ „Það er alveg hægt að gefa honum stórt hrós fyrir það. Þetta er bara eitthvað sem þú þarft að eiga við þegar þú spilar á móti honum. Þetta er alltaf svona, en ef við þurfum að vera vondu karlarnir þá er það ekkert mál.“ „Ef við þurfum að setja okkur í það hlutverk á morgun, ekkert mál. Við viljum ekki vorkun, við viljum bikarinn,“ sagði Tuchel ákveðinn að lokum. Bein útsending frá úrslitaleik Chelsea og Liverpool í FA-bikarnum hefst klukkan 15:35 á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira