Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 14:16 Mál málanna í sveitarstjórnarkosningum eru samgöngumál og þá ekki síður húsnæðiskrísa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þar hafi Reykjavík dregið vagninn, ef önnur sveitarfélög hefðu byggt upp eins og höfuðborgin værum við að komast hraðari skrefum úr krísunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann. Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann.
Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01
Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30