Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 14:16 Mál málanna í sveitarstjórnarkosningum eru samgöngumál og þá ekki síður húsnæðiskrísa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þar hafi Reykjavík dregið vagninn, ef önnur sveitarfélög hefðu byggt upp eins og höfuðborgin værum við að komast hraðari skrefum úr krísunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann. Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Boðið var upp á hörð skoðanaskipti í Bítinu í morgun þar sem mætt voru Dagur fyrir hönd Samfylkingar, Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati en þau eru í meirihluta í borgarstjórn og svo þau Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Einar Þorsteinsson sem fer fyrir Framsóknarmönnum. Þar voru þessi mál í brennidepli. Borgarlína, Sundabraut og svo húsnæðisekla í Reykjavík; svimandi hátt húsnæðisverð og leigumarkaður þar sem drjúgur hluti ráðstöfunartekna leigjenda fer í leigu. Hildur sagði vissulega hafa verið byggt og ráðist í búsetuúrræði fyrir tekjulægstu hópana og svo byggt fyrir efnamesta hópinn. „Þar erum við að sjá rándýrar íbúðir í miðborginni, gríðarlega hátt fermetraverð, byggt á gríðarlega dýrum reitum.“ En svo væri gat, venjulegt fólk sem á ekki kost á að koma sér þaki yfir höfuðið. Borgarstjóri sagði Reykjavík hafi brugðist við og tvöfaldað framboðið. „Hvaða sveitarfélög önnur hafa brugðist við því? Engin.“ Dagur sagði að byggðar hafi verið íbúðir og áætlanir um mikla uppbyggingu á borðinu. Engin sveitarfélög önnur hafi treyst sér til að bregðast við stöðunni önnur en Reykjavík sem hafi verið í algerri forystu í húsnæðismálum. „Það er stóra breytingin. Ef við hefðum verið að ræða húsnæðismál fyrir tíu árum þá var aðal uppbyggingin í Kópavogi og í kringum okkur …“ Er þetta þá hinum sveitarfélögunum að kenna? „Jahh, ég hef sagt það seint og snemma, líka fyrir fimm árum að ef þau hefðu brugðist við af sama krafti og Reykjavík hefðum við komist tvöfalt hraðar út úr vandanum. Ef þau hefðu líka verið að byggja fyrir tekjuminnstu hópana með óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum hefðu við komist tvöfalt hraðar út úr þessari krísu.“ Dagur var þá spurður hvers vegna ekki væri gerður sáttmáli milli sveitarfélaganna og hann fagnaði þeirri spurningu því það væri nákvæmlega það sem hann hefði verið að tala fyrir. Nú er heldur betur að færast fjör í leikinn en kosið verður á morgun og fólki í framboði, stuðningsfólki flokka og framboða, mál að koma að ýmsum atriðum sem vert er að hafa bak við eyrað þegar komið er í kjörklefann.
Reykjavík Bítið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bitist um borgina í hörðum kappræðum Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni. 12. maí 2022 15:01
Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30