Kæru Hvergerðingar Sandra Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 13:50 Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Gleðilega kosningaviku og gleðilega hátíð. Við frambjóðendur höfum eftir fremsta megni reynt að koma málefnum okkar á framfæri síðastliðnar vikur og margir eru eflaust orðnir þreyttir á kosningaumfjöllun á meðan öðrum finnst ekki nóg af henni. Það er okkur hjartans mál að íbúar Hveragerðisbæjar kynni sér málefnin, fyrir hvað flokkarnir standa og hvernig staða mála er í Hveragerði. Eina sem við í Okkar Hveragerði biðjum um er að allir taki upplýsta ákvörðun, mæti á kjörstað og setji x við þann flokk sem þeir treysta best til að sinna þeim störfum sem sinna þarf. Þótt sumum finnist pólitík leiðinleg þá er það einu sinni svo að pólitískar ákvarðanir hafa svo mikil áhrif á okkar daglega líf að það er ábyrgðarhluti að láta sig það engu eða litlu varða. Pólitík er heldur ekki trúarbrögð og þrátt fyrir að mamma og pabbi og jafnvel afi og amma hafi ákveðnar skoðanir er maður ekki skuldbundinn til þess að hafa sömu skoðun. Við erum jú spendýr og hættir oft til hjarðhegðunar, en það má skipta um skoðun og það má stíga út fyrir það norm sem við höfum vanist að vera í. Hreyfiafl breytinga og þróunar eru þeir sem hugsa út fyrir kassan og gera ekki alltaf það sama, og í kosningum eru það þeir sem kjósa ekki alltaf það sama. Í Hveragerði eru tækifæri til vaxtar, við búum í fallegum bæ með auðlindir á heimsmælikvarða og dásamlega íbúa sem saman skapa góðan bæjarbrag. Hveragerði er ekkert án allra þessara íbúa sem gera bæinn að því sem hann er. Menningin og samfélagið sem við mótum er íbúunum að þakka. Stjórnsýslan er þar ekkert frábrugðin, við þurfum alla flóruna þar, við þurfum fjölbreytileika, nýliðun, ferska sýn og umfram allt fagleg vinnubrögð, skýra verkferla og vandaða stjórnsýslu. Í sveitarstjórnarlögum er alveg skýrt að það er hlutverk bæjarstjórnar að taka ákvarðanir og reka bæjarfélagið. Hlutverk bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra er að sjá til þess að tannhjólið virki, reglum og verkefnum sem bæjarstjórn setur sé framfylgt, en ekki að vera tannhjólið sjálft. Á lista Okkar Hveragerðis er góð blanda Hvergerðinga, sumir hafa alist hér upp, aðrir hafa sest hér að síðar á lífsleiðinni. Allir eiga það sameiginlegt að vilja búa hér og hjálpast að við að gera okkar ágæta bæ enn betri. Við viljum móta skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Hveragerði okkar allra og við viljum hafa íbúa með í ráðum. Það er nefnilega þannig að mannauður er dýrmætasta auðlindin okkar. Þá auðlind verðum við að nýta betur, því góðar hugmyndir geta svo sannarlega komið úr öllum áttum. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar