Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar 14. maí 2022 07:31 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar