Betri Kópavogur fyrir alla Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 13. maí 2022 11:11 Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Framboð Vina Kópavogs er ekki sprottið af engu. Borið hefur á gagnrýni á neikvæða umræðu af okkar hálfu. Staðan er einfaldlega sú að þegar gengið er yfir mörk fólks, þá er jákvæðni ekki það sem kemur fyrst í hugann. Í stað þess að nöldra ofan í koddann ákvað góður hópur fólks að gera frekar eitthvað í málunum. Úr því spratt framboð Vina Kópavogs, sem hefur að geyma ótrúlega breiðan hóp fólks, með allskonar þekkingu og reynslu sem öll nýtist í bæjarstjórn, og er í raun stærsti styrkleiki framboðsins. Ef við komumst til áhrifa þá eru jákvæðar breytingar framundan. Við ætlum alls staðar að beita okkur fyrir almenning en ekki sérhagsmunina. Við viljum ekki styðja við að kjósendur þurfi að verja meiri tíma í bíl en fólk neyðist til í dag. Við viljum hugsa og efla þjónustu við íbúa svo að fólk og fjölskyldur blómstri í Kópavogi. Leikskólana og skólana leggjum við áherslu á að efla og samræma til að börnunum í öllum hverfum Kópavogs líði vel, og foreldrum þeirra líka. Það er nefnilega staðreynd að sterk tengsl eru milli líðanar foreldra og barna. Við viljum vinna með öryrkjum og fötluðum og ganga úr skugga um að ekki sé gengið á rétt þeirra og aðgengi í framkvæmdum bæjarins. Aðgengi þeirra á alltaf að vera í forgrunni og ekki má taka skref afturá bak í þeim málum. Við viljum efla lífsgæði samferðamanna okkq4. Við viljum líka standa vörð um íþrótta og menningastarf í bænum. Við viljum einfaldlega eiga gott samráð og samvinnu við bæjarbúa, gæta hagsmuna þeirra allra og byggja mannvænt samfélag sem gott er að búa í. Okkar helsta áherslumál eru virðing við íbúa og skipulagsmál. Við höfum fengið mikið lof fyrir það, en líka verið spurð um önnur málefni. Ég vek athygli á að skipulagsmálin, framtíðarsýnin sem mótuð er í skipulægi, tengis flest öllum viðfangsefnum sveitafélaga á einhvern hátt. Þetta helst allt í hendur. Leikskólamál tengjast skipulagsmálum, heilbrigðismál tengjast skipulagsmálum, málefni aldraðra og öryrkja tengjast skipulagsmálum. Málefni flóttafólks tengjast skipulagsmálum, og lengi mætti telja. Óskipulag og óhófleg þétting á þröngu svæðum sprengir alla innviði sem þjóna íbúum bæjarins. Það er eitthvað sem hefur því miður gerst í nokkrum hverfum bæjarins, og það eru fordæmin sem fólk óttast. Stóra spurningin er, hvaða hverfi er næst? Vinir Kópavogs eru fyrir allan Kópavog, ekki bara þau hverfi sem lent hafa í átökum við bæinn vegna óhóflegrar þéttingar og álags á umferð og þjónustu svæðisins. Frístundastyrkur barna Eitt mál verð ég að minnast á sérstaklega: Mér finnst strax þurfa að taka ákvarðanir um aðfrístundastyrkurinn dekki amk tvær tómstundir barna svo að öll börn fái jöfn tækifæri, þegar kemur að því að velja sér tómstundir. Því miður er það svo að allt of mörg börn geta bara valið sér eina grein til að stunda, og sum hver ekki neina. Ég vil að við leiðréttum þessa skekkju. Já takk. Kæri kjósandi, sá sem nýtir kosningarétt sinn skilar aldrei „dauðu atkvæði“. Hann tekur afstöðu um hvernig samfélag hann vill sjá þróast. Nú er mál að rísa upp, og segja „já takk“ við alvöru hagsmunagæslu fyrir íbúa og íbúalýðræði, vönduðum vinnubrögðum, jafnræði og fyrirsjáanlega. Með því að seta X við Y gerirðu það. Höfundur er fjármálastjóri.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar