Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 12:31 Salem Aldawsari á ferðinni í landsleik með Sádi-Arabíu. Eins og sjá má er nýja varatreyja Newcastle afar lík landsliðstreyjunni. Twitter/Getty Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. Íþróttavöruframleiðandinn Castore framleiðir treyjur Newcastle og aðalbúningur félagsins er svartur og hvítur. Á næstu leiktíð verður varabúningurinn hins vegar hvítur og grænn, samkvæmt enskum fjölmiðlum, eða í sömu litum og landsliðstreyja Sádi-Arabíu. Newcastle United 22-23 Away Kit leaked pic.twitter.com/Ts8wJvwZ05— Ayça (@aycazehraakcay) May 12, 2022 Sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn Public Investment Fund keypti 80 prósent hlut í Newcastle síðasta haust eftir að Mike Ashley hafði átt félagið í 14 ár. Nýju eigendurnir sverja af sér tengsl við stjórnvöld í Sádi-Arabíu en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar mega félög ekki vera í ríkiseigu. Eignarhaldið hefur engu að síður verið gagnrýnt og nýju treyjurnar gætu ýtt undir þá gagnrýni. Nýir eigendur Newcastle voru fljótir að ráða Eddie Howe inn sem knattspyrnustjóra og undir hans stjórn siglir liðið nú lygnan sjó þegar leiktíðinni er að ljúka. Ljóst er að forríkir eigendur félagsins munu vilja styrkja leikmannahópinn vel í sumar en Howe varaði við því að reglur um fjárhagslegt aðhald myndu hafa áhrif á leikmannakaup sumarsins. Newcastle varði 94 milljónum punda í fimm leikmenn í janúar. „Reglurnar um fjárhagslegt aðhald setja okkur skorður og við verðum að vinna eftir þeim,“ sagði Howe. „Við getum ekki bara farið og eytt peningum í leikmenn eins og félög gerðu kannski hérna áður fyrr, þegar þau gjörbreyttu leikmannahópi sínum í einum félagaskiptaglugga. Það er ekki valmöguleiki fyrir okkur,“ sagði Howe. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Íþróttavöruframleiðandinn Castore framleiðir treyjur Newcastle og aðalbúningur félagsins er svartur og hvítur. Á næstu leiktíð verður varabúningurinn hins vegar hvítur og grænn, samkvæmt enskum fjölmiðlum, eða í sömu litum og landsliðstreyja Sádi-Arabíu. Newcastle United 22-23 Away Kit leaked pic.twitter.com/Ts8wJvwZ05— Ayça (@aycazehraakcay) May 12, 2022 Sádi-arabíski fjárfestingasjóðurinn Public Investment Fund keypti 80 prósent hlut í Newcastle síðasta haust eftir að Mike Ashley hafði átt félagið í 14 ár. Nýju eigendurnir sverja af sér tengsl við stjórnvöld í Sádi-Arabíu en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar mega félög ekki vera í ríkiseigu. Eignarhaldið hefur engu að síður verið gagnrýnt og nýju treyjurnar gætu ýtt undir þá gagnrýni. Nýir eigendur Newcastle voru fljótir að ráða Eddie Howe inn sem knattspyrnustjóra og undir hans stjórn siglir liðið nú lygnan sjó þegar leiktíðinni er að ljúka. Ljóst er að forríkir eigendur félagsins munu vilja styrkja leikmannahópinn vel í sumar en Howe varaði við því að reglur um fjárhagslegt aðhald myndu hafa áhrif á leikmannakaup sumarsins. Newcastle varði 94 milljónum punda í fimm leikmenn í janúar. „Reglurnar um fjárhagslegt aðhald setja okkur skorður og við verðum að vinna eftir þeim,“ sagði Howe. „Við getum ekki bara farið og eytt peningum í leikmenn eins og félög gerðu kannski hérna áður fyrr, þegar þau gjörbreyttu leikmannahópi sínum í einum félagaskiptaglugga. Það er ekki valmöguleiki fyrir okkur,“ sagði Howe.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira