Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins byrjuðu undanúrslitin á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan sigur í dag.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan sigur í dag. Getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu öruggan fimm marka sigur er liðið tók á móti Zurich í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um svissneska meistaratitilinn í dag, 34-29.

Heimamenn í Kadetten tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og því var ljóst að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Zurich sem hafnaði í fimmta sæti.

Lærisveinar Aðalsteins voru skrefinu framar frá upphafi leiks og þeir fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 17-13.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn í Kadetten lönduðu að lokum fimm marka sigri, 34-29. Kadetten hefur því tekið 1-0 forystu í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×