1,5 milljóna sekt fyrir að misnota gögn frá Læknafélaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2022 14:21 Guðjón Sigurbjartsson hefur verið framkvæmdastjóri HEI - Medical Travel frá árinu 2018. Hann hefur setið í stjórn Pírata, gegnt formennsku í félagi flokksins í Reykjavík og situr í 31. sæti listans í borginni þar sem dóttir hans Dóra Björt er oddviti. Persónuvernd hefur sektað HEI - Medical Travel um 1,5 milljón króna. Starfsmaður fyrirtækisins aflaði netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum. HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér. Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
HEI - Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna. „Markmið okkar er að auðvelda fólki að sækja sér heilbrigðisþjónustu erlendis, tímanlega og með hagkvæmum hætti,“ segir á vef fyrirtækisins sem er til húsa á Rafstöðvarvegi í Reykjavík. Í samantekt Persónuverndar um málið kemur fram að læknir nokkur hafi árið 2020 kvartað til Persónuverndar yfir öflun, skráningu, varðveislu og notkun netfangs kvartanda hjá HEI – Medical Travel (HEI). Læknirinn hafi fengið sendan markpóst í tölvupósti frá fyrirtækinu. Læknirinn sendi formlega beiðni til HEI um afrit af þeim gögnum sem fyrirtækið hefði um hann og upplýsingar um þau gögn. Ekki var orðið við þeirri beiðni svo læknirinn kvartaði yfir þeim viðbrögðum til Persónuverndar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram. Persónuvernd lagði 1,5 milljóna króna stjórnvaldssekt á HEI - Medical Travel. Við ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi. Þá var einnig litið til þess að HEI eyddi persónuupplýsingum kvartanda eftir að aðgangsbeiðni barst og var réttur kvartanda til aðgangs að persónuupplýsingum sínum hjá fyrirtækinu því ekki virtur. Var því lagt til grundvallar að síðarnefnda brotið hefði verið framið af ásetningi. Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins. Niðurstöðu Persónuverndar má lesa hér.
Sjónarmið HEI Í svörum HEI til Persónuverndar kom fram að skráning og varðveisla netfangs læknisins hefði verið mistök. HEI hefði upplýst Læknafélagið um hvernig netfangalistinn hefði veriðfenginn, starfsmaðurinn hefði gert mistök og viðurkennt þau. Þá kvaðst HEI hafa eytt netfangi kvartanda um leið og kvörtun til HEI hafi borist og að það yrði ekki notað aftur nema ef erindi bærist frá kvartanda sem réttlætti það. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um hversu margir læknar hefðu verið á netfangalistanum en HEI kvaðst ekki hafa upplýsingar um það þar sem búið væri að eyða listanum. Í svörum HEI kom jafnframt fram að eftir að pósturinn hafði verið sendur hafi nokkrir læknar haft samband við HEI en aðrir haft samband við Læknafélag Íslands. Læknafélagið hafi haft samband við HEI og fyrirtækið upplýst félagið um hvernig netfangalistinn hafi verið fenginn. HEI hafi lofað Læknafélaginu að nota hann ekki aftur og við það hafi verið staðið. Læknafélagið hafi ákveðið að beita sér ekki frekar gegn HEI vegna málsins.
Píratar Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent