Ráðherra vill bíða með nýjan kennslu- og æfingaflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2022 22:22 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Ívar Fannar Arnarsson Níu árum eftir að ríkið skrifaði upp á samkomulag um að finna kennslu- og einkaflugi nýjan stað eins fljótt og verða mætti bólar ekkert á efndum. Borgin þrýstir á að fá Fluggarða í Vatnsmýri undir aðrar húsbyggingar en innviðaráðherra segist vilja bíða eftir niðurstöðum Hvassahraunsnefndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Fluggarðar eru helsta uppeldisstöð íslenskra flugmanna, með flugskólum og flugklúbbum. Á svæðinu eru jafnframt þær flugvallarbyggingar sem næstar er Háskóla Íslands og miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurborg gerir í nýju aðalskipulagi ráð fyrir að Fluggarðar víki árið 2024.Grafík/Ragnar Visage Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en nýr flugvöllur væri tilbúinn spurðum við hvort það ætti einnig við um svæði Fluggarða. Í samkomulagi frá 2019, sem ráðherrann sagði að þyrfti að standa við, er nefnilega sérstaklega tekið fram að það víki ekki til hliðar samkomulagi frá árinu 2013 um að ríkið hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi skuli fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Í eldra samkomulaginu, sem vísað er til, segir að stefnt skuli að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri gerðu samkomulagið árið 2013 um að nýr flugvöllur skyldi byggður í nágrenni borgarinnar fyrir kennslu- og einkaflug eins fljótt og verða má.Grafík/Ragnar Visage „Það er gamalt samkomulag sem við erum að reyna að efna um kennslu- og æfingaflug. Það auðvitað hangir svolítið á því að auðvitað væri ekkert vit í að fara að setja það „eitthvað“ annað,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst vilja bíða niðurstöðu Hvassahraunsnefndar. „Það styttist í hana. Áður en við förum að taka annarsvegar ákvarðanir um einhverjar uppbyggingar eða skylmast, þó svo að það séu kosningar í nánd. Samkomulag á að virða.“ Nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir tímabundinni heimild Fluggarða til ársins 2024. Eftir það fái borgin landið til annarra nota. Ríki og borg kanna nú hvort raunhæft sé að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni.Skjáskot/Stöð 2 Eftir að athuganir hófust á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni hófst óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum. En finnst Sigurði Inga einhverjar líkur á því að flugvöllur verði gerður í Hvassahrauni? „Sjálfum finnst mér það nú einhvern veginn hljóma sérkennilega. En ég ætla að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofunnar um það áhættumat.“ Þá sé einnig að vænta niðurstaðna úr flugmælingum og veðurathugunum vorið 2023. „Og ég held að við eigum að bíða niðurstöðu þeirrar vinnu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Fluggarðar eru helsta uppeldisstöð íslenskra flugmanna, með flugskólum og flugklúbbum. Á svæðinu eru jafnframt þær flugvallarbyggingar sem næstar er Háskóla Íslands og miðborg Reykjavíkur. Reykjavíkurborg gerir í nýju aðalskipulagi ráð fyrir að Fluggarðar víki árið 2024.Grafík/Ragnar Visage Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að borgin fengi ekki meira af landi flugvallarins fyrr en nýr flugvöllur væri tilbúinn spurðum við hvort það ætti einnig við um svæði Fluggarða. Í samkomulagi frá 2019, sem ráðherrann sagði að þyrfti að standa við, er nefnilega sérstaklega tekið fram að það víki ekki til hliðar samkomulagi frá árinu 2013 um að ríkið hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi skuli fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar. Í eldra samkomulaginu, sem vísað er til, segir að stefnt skuli að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri gerðu samkomulagið árið 2013 um að nýr flugvöllur skyldi byggður í nágrenni borgarinnar fyrir kennslu- og einkaflug eins fljótt og verða má.Grafík/Ragnar Visage „Það er gamalt samkomulag sem við erum að reyna að efna um kennslu- og æfingaflug. Það auðvitað hangir svolítið á því að auðvitað væri ekkert vit í að fara að setja það „eitthvað“ annað,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst vilja bíða niðurstöðu Hvassahraunsnefndar. „Það styttist í hana. Áður en við förum að taka annarsvegar ákvarðanir um einhverjar uppbyggingar eða skylmast, þó svo að það séu kosningar í nánd. Samkomulag á að virða.“ Nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir tímabundinni heimild Fluggarða til ársins 2024. Eftir það fái borgin landið til annarra nota. Ríki og borg kanna nú hvort raunhæft sé að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni.Skjáskot/Stöð 2 Eftir að athuganir hófust á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni hófst óratímabil á Reykjanesskaga með öflugum jarðskjálftum, eldgosi í Fagradalsfjalli og nokkrum kvikuinnskotum. En finnst Sigurði Inga einhverjar líkur á því að flugvöllur verði gerður í Hvassahrauni? „Sjálfum finnst mér það nú einhvern veginn hljóma sérkennilega. En ég ætla að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofunnar um það áhættumat.“ Þá sé einnig að vænta niðurstaðna úr flugmælingum og veðurathugunum vorið 2023. „Og ég held að við eigum að bíða niðurstöðu þeirrar vinnu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21 Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. 2. mars 2021 19:21
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45