„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 16:59 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið. Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið.
Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24