Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 11:51 Eyþór, Elín, Sigga og Beta ræddu við fréttastofu rétt áður en þau lögðu af stað í Eurovision höllina. Vísir/Dóra Júlía „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. Systur fá auka hljóðtékk í dag vegna mistaka sem urðu á dómararennsli íslenska hópsins seint í gærkvöldi. „Við heyrðum í röddunum okkar en við heyrðum ekki í tónlistinni sjálfri, almennilega. Hún var mjög lág. Þá panikkar maður bara, ó nei,“ sagði Sigga um það sem fór í gegnum huga hennar. „Það er bara ákveðin martröð tónlistarmanna,“ sagði Elín. Þær segja vera með frábæran hóp í kringum sig sem hjálpi þeim og hafi þjálfað fyrir augnablik sem þetta. Klippa: Systkinin í viðtali á keppnisdegi „Þegar maður fer í svona baklás þá þorir maður ekki að syngja út frá hjartanu. Við erum ekki bara að syngja fyrir okkur. Við erum að syngja fyrir Ísland í Eurovision,“ segir Sigga. Þær eru sammála um að þetta verði bara geggjað í kvöld. „Ef ekki þá stekk ég bara út í fossinn,“ segir Sigga og vísar til foss á sviðinu í höllinni í Tórínó. „Við ætlum að bara að vera róleg, safna kröftum og kjarna okkur,“ sögðu systkinin svo um planið þeirra fram að keppninni í kvöld. Skammaðar fyrir kveðju til Úkraínu Systur fengu skömm í hattinn frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) í gær fyrir að senda Úkraínu kveðju. „Við sögðumst elska, sögðumst standa með Úkraínu. Það má ekki, það er of pólitískt. Það má segja við elskum ykkur Evrópa, en ekki Úkraína, eða Ástralía. Það sem skipti okkur mestu máli var að Úkraínufólkið kom og þakkaði okkur fyrir stuðninginn. Við semjum víst ekki reglurnar,“ segir Sigga. Aðspurð hvort þær ætli að verða við tilmælum EBU fyrir kvöldið líta þær hver á aðra. „Friður,“ segja þær Systur og ómögulega að spá fyrir um upp á hverju þær taka í kvöld. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 úrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17 EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. 9. maí 2022 23:33 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Systur fá auka hljóðtékk í dag vegna mistaka sem urðu á dómararennsli íslenska hópsins seint í gærkvöldi. „Við heyrðum í röddunum okkar en við heyrðum ekki í tónlistinni sjálfri, almennilega. Hún var mjög lág. Þá panikkar maður bara, ó nei,“ sagði Sigga um það sem fór í gegnum huga hennar. „Það er bara ákveðin martröð tónlistarmanna,“ sagði Elín. Þær segja vera með frábæran hóp í kringum sig sem hjálpi þeim og hafi þjálfað fyrir augnablik sem þetta. Klippa: Systkinin í viðtali á keppnisdegi „Þegar maður fer í svona baklás þá þorir maður ekki að syngja út frá hjartanu. Við erum ekki bara að syngja fyrir okkur. Við erum að syngja fyrir Ísland í Eurovision,“ segir Sigga. Þær eru sammála um að þetta verði bara geggjað í kvöld. „Ef ekki þá stekk ég bara út í fossinn,“ segir Sigga og vísar til foss á sviðinu í höllinni í Tórínó. „Við ætlum að bara að vera róleg, safna kröftum og kjarna okkur,“ sögðu systkinin svo um planið þeirra fram að keppninni í kvöld. Skammaðar fyrir kveðju til Úkraínu Systur fengu skömm í hattinn frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) í gær fyrir að senda Úkraínu kveðju. „Við sögðumst elska, sögðumst standa með Úkraínu. Það má ekki, það er of pólitískt. Það má segja við elskum ykkur Evrópa, en ekki Úkraína, eða Ástralía. Það sem skipti okkur mestu máli var að Úkraínufólkið kom og þakkaði okkur fyrir stuðninginn. Við semjum víst ekki reglurnar,“ segir Sigga. Aðspurð hvort þær ætli að verða við tilmælum EBU fyrir kvöldið líta þær hver á aðra. „Friður,“ segja þær Systur og ómögulega að spá fyrir um upp á hverju þær taka í kvöld. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 úrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17 EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. 9. maí 2022 23:33 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46
úrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28
Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30
Júrógarðurinn: Eurovision stórstjörnur í viðtali á túrkís dreglinum Eurovision keppendur skörtuðu sínum skemmtilegustu flíkum á túrkís dreglinum í gær. Hátíðin fór fram með pomp og prakt í höllinni Reggia di Venaria og Júrógarðurinn var á staðnum. 9. maí 2022 23:17
EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. 9. maí 2022 23:33