Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 13:47 Casey White á mynd lögreglu í Indiana eftir að hann var handtekinn í gær. AP/lögreglustjórinn í Vanderburgh-sýslu Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira