Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 13:47 Casey White á mynd lögreglu í Indiana eftir að hann var handtekinn í gær. AP/lögreglustjórinn í Vanderburgh-sýslu Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira