Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 09:35 Andstæðingar Marcos yngri mótmæla fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar í Manila. Vísir/EPA Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17