Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 11:01 Blikar skoruðu fimm mörk í fjórðu umferðinni og eiga líka flesta leikmenn í liði umferðarinn. Vísir/Hulda Margrét Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira