Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:06 Halldór Sigfússon viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt mikla möguleika gegn ógnarsterku liði Vals. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
„Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira