Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson léku báðir allan leikinn fyrir AGF sem hefur átt í miklum vandræðum síðustu mánuðina. AGF hefur ekki náð að hafa betur í síðustu 11 deildarleikjum sínum.
Síðasti sigur AGF í deildinni var um miðjan febrúar einmitt á móti SønderjyskE. Jón Dagur hefur síðan þá farið í og úr frystikistu hjá AGF en hann er á leið frá félaginu eftir að keppnistímabilinu lýkur.
Atli Barkarson var ónotaður varamaður hjá SønderjyskE í leiknum. Guðmundur Þórarinsson spilaði fyrstu 81 mínútuna þegar Álaborg beið ósigur gegn Midtjylland í keppni liðanna í efri hlutanum.