Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 12:03 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið munu styðja við Flensborgarskólann við að greiða úr deilum innan skólans vegna skipunar nýs skólameistara, Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur. Vísir/Vilhelm - Stjórnarráðið Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58