Innlent

Hagnaður Eflingar 543 milljónir króna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eigið fé Eflingar í árslok 2021 nam rúmum þréttan milljarða króna. 
Eigið fé Eflingar í árslok 2021 nam rúmum þréttan milljarða króna.  Vísir/Vilhelm

Samkvæmt ársreikningi stéttarfélagsins Eflingar skilaði félagið 543 milljóna króna hagnaði árið 2021. Bókfært eigið fé er þrettán og hálfur milljarður króna.

Ársreikningurinn var gefinn út í seinustu viku eftir að hann var samþykktur á stjórnarfundi. Félagið innheimti tvo og hálfan milljarð króna í iðgjöld á árinu, 300 milljónum meira en árið á undan.

Laun og önnur launatengd gjöld námu tæpum 700 milljónum króna og greiddi félagið milljarð í bætur og styrki. Algengastir voru líkamsræktarstyrkir og á eftir komu styrkir vegna viðtalsmeðferða. 

Eignir félagsins á borð við orlofshús, fasteignir, skuldabréf og bundnar innistæður eru virði tæpra fjórtán milljarða króna. Félagið á meðal annars orlofshús í Ölfusborgum, Svignaskarði og á Akureyri. 

Vaxtatekjur af bankareikningum eru 170 milljónir króna og hagnaðist félagið um 250 milljónir króna á vöxtum og gengismun á verðbréfaeign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×