Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 19:10 Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni. Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni.
Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43