Rangnick útskýrði af hverju hann notaði ekki Lingard Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2022 23:00 Ralf Rangnick ræðir við Jesse Lingard. getty/Vincent Mignott Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, varði ákvörðun sína að nota Jesse Lingard ekki í leiknum gegn Brentford á blaðamannafundi í dag. Lingard sat allan tímann á varamannabekknum þegar United vann Brentford, 3-0, á Old Trafford á mánudaginn. Þetta var síðasti heimaleikur United á tímabilinu og Lingard hefði þar getað fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn liðsins. Samningur hans við United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann sé á förum frá félaginu. Bróðir Lingards var langt frá því að vera sáttur við ákvörðun Rangnicks og deildi reiði sinni með heimsbyggðinni á Instagram. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott meðal annars. Á blaðamannafundi í dag útskýrði Rangnick af hverju hann notaði Lingard ekki í leiknum gegn Brentford. „Síðustu vikurnar undir minni stjórn hefur hann spilað mun meira en hann gerði áður. Í öðru lagi bað hann um að spila ekki gegn Chelsea og sleppa æfingu daginn eftir vegna persónulegra ástæðna,“ sagði Rangnick. „Þetta var ástæðan. Með þrjár skiptingar þurfti ég að velja á milli Edinsons Cavani, Lingards og hins unga Alejandro Garnacho sem ég hefði viljað setja inn á. Ég ákvað að nota Cavani. Ef ég hefði ekki gert það hefði einhver sagt að það hafi verið taktlaust. Þú verður að taka ákvörðun, það verða ekki allir sáttir með hana og þannig er boltinn.“ United sækir Brighton heim í næstsíðasta leik sínum á tímabilinu klukkan 16:30 á morgun. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Lingard sat allan tímann á varamannabekknum þegar United vann Brentford, 3-0, á Old Trafford á mánudaginn. Þetta var síðasti heimaleikur United á tímabilinu og Lingard hefði þar getað fengið tækifæri til að kveðja stuðningsmenn liðsins. Samningur hans við United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann sé á förum frá félaginu. Bróðir Lingards var langt frá því að vera sáttur við ákvörðun Rangnicks og deildi reiði sinni með heimsbyggðinni á Instagram. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott meðal annars. Á blaðamannafundi í dag útskýrði Rangnick af hverju hann notaði Lingard ekki í leiknum gegn Brentford. „Síðustu vikurnar undir minni stjórn hefur hann spilað mun meira en hann gerði áður. Í öðru lagi bað hann um að spila ekki gegn Chelsea og sleppa æfingu daginn eftir vegna persónulegra ástæðna,“ sagði Rangnick. „Þetta var ástæðan. Með þrjár skiptingar þurfti ég að velja á milli Edinsons Cavani, Lingards og hins unga Alejandro Garnacho sem ég hefði viljað setja inn á. Ég ákvað að nota Cavani. Ef ég hefði ekki gert það hefði einhver sagt að það hafi verið taktlaust. Þú verður að taka ákvörðun, það verða ekki allir sáttir með hana og þannig er boltinn.“ United sækir Brighton heim í næstsíðasta leik sínum á tímabilinu klukkan 16:30 á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira