Conte: Tottenham verður að eyða stórum fjárhæðum til að ná Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 15:46 Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, á bekknum hjá Tottenham Hotspur. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að eyða miklum peningi í leikmenn ætli félagið að ná í skottið á Liverpool. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022 Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Tottenham gæti eyðilagt meistaravonir Liverpool þegar liðið mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Liverpool hefur reyndar ekki tapað á heimavelli á móti Tottenham síðan í maímánuði 2011. Nú munar 21 stigi á liðunum en Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal og Manchester United um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Antonio Conte says he would commit to Tottenham if he had the same conditions as Jurgen Klopp at Liverpool. Plus what it will take to turn Spurs into a major force (a clue: ££££) #THFC https://t.co/xaOSjWL7nx— Jonathan Veal (@jonathandveal83) May 6, 2022 Conte tók við liði Tottenham í nóvember en það er ekki öruggt að hann verði áfram í stjórastólnum. Conte fór frá Internazionale síðasta sumar eftir að hafa gert liðið að ítölskum meisturum. Internazionale gat ekki styrkt liðið og Conte var ekki sáttur. Nú er hann að setja pressu á forráðamenn Tottenham að fá pening til leikmannakaupa í sumar. „Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki á því að ég skrifi undir,“ sagði Antonio Conte. Klopp var að framlengja samning sinn við Liverpool til 2026. Það var ekki að heyra annað en að Conte telji sig geta gert það sama fyrir Tottenham og Klopp gerði fyrir Liverpool en til þess þurfi hann pening í leikmenn og mikið af honum. Svo auðvita tíma líka. 'Show me the money' - Antonio Conte can be like Jurgen Klopp, but it will cost Spurshttps://t.co/wdHiPhfxT7— Independent Sport (@IndoSport) May 6, 2022 „Það var auðveldara fyrir Jürgen þegar hann kom til Liverpool. Þeir voru þá toppfélag þó ekki eins og þeir eru núna. Með mikilvægum stjóra, sama liði, góðum fjárfestingum og fullt af pening í leikmannakaup þá komust þeir þangað sem þeir eru núna,“ sagði Conte. „Þeir nýttu sér tækifæri til að bæta liðið. Fyrir okkur að loka þessu bili þá verðum við að eyða miklum pening því Tottenham þarf að kaupa mikilvæga leikmenn. Án þeirra væri ekki hægt að vinna upp þetta forskot og svo verður þú alltaf að vonast líka eftir kraftaverki,“ sagði Conte. „Ekki gleyma því að þetta er alltaf erfiðara í Englandi. Þar eru fjögur lið, sem keppa alltaf um titlana ef þau eiga ekki slæm tímabil,“ sagði Conte. Hann segir að innkaupalistinn sé langur og það verður fróðlegt að sjá hvort forráðamenn Tottenham séu tilbúnir að fara út í þann pakka. "The list would be very very big!" Antonio Conte insists that now is not the time to focus on his transfer list for Tottenham. pic.twitter.com/htuTJdRhwN— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 5, 2022
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira