Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 11:54 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Aðsend Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
„Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24