Sögulegt ávarp í þingsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:01 Birgir Ármannsson segir að ávarp Úkraínuforseta á Alþingi í dag sé einstæður viðburður í sögu þingsins. Vísir Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06